Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
En á gafli yfir sæti fundarstjóra var komið fyrir nýjum
fána félagsins, þrem syngjandi svönum á flugi, táknmynd
sýslnanna við Breiðafjörð, svæði áttíhagafélagsins.
Þennan kjörgrip, handunninn afhenti handavinnudeild
Breiðfirðingafélaginuað afmælisgjöf á 20 ára afmælis-
hátíð.
Munu þar margar hafa að unnið. En Guðrún Bjartmarz
og Guðrún Sigurðardóttir afhentu hann. Það var hátíðleg
stund.
Á þessum árum með miðstöð í „Búðinni“, var unnið
að mörgum hugsjónamálum, þótt sum yrðu lítið annað en
fallegur draumur.
Björgunarskútusjóðs er áður getið. En þar var einnig
unnið fyrir Reykhólakirkju. Farin þangað vígsluferð og
stofnaður minningarsjóður ui:i Þóru í Skógum. Hvað sem
um hann er nú.
Gefinn forlátaskírnarfontur í Grundarfjarðarkirkju
fyrir forgöngu Snæbjarnar Jónssonar og fluttur þangað
með viðhöfn í síðsumarferð félagsins. Unnið að byggða-
safnshugmynd í Stykkishólmi og lögð drög að ritun bók-
ar um Landnám við Breiðafjörð, höfðingja, sjómenn, skáld,
dómsmál og atvinnuhætti Var Bergsveinn Skúlason útnefnd-
ur og eiginlega ráðinn til að hefja þetta starf.
En það varð lítið í framkvæmd, sökum fjárskorts félags-
ins. Bergsveinn lét hins vegar ekki merkið falla. Hefur
hann á sitt einsdæmi uppfyllt þessar hugsjónir að mestu í
veruleikanum með ritstörfum sínum.
Og fór hann ásamt fleirum til myndatöku vestur. Voru
þá meira að segja teknar kvikmyndir af breiðfirsku at-