Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 51
BREIÐFIRÐI N G U R
49
um ekki hafa hanu lengi, enda væri ekki langt yfir á hana
Lyngey. ffún ætti ekki annað en það sem í henni væri. Pont-
unni skiluðum við svo aftur eftir stundarkorn, oftast tómri,
— stundum fullri — og bárum henni kveðju frá klettabú-
um. En nærri má geta í hverra nösum það tóbak rann.
Við tókum holar melstengur fylltum þær af heyi og
reytum í hlöðunum. Það komst fljótlega upp. Reykjarsvæl-
an kom upp um okkur. Hún rauk ekki svo fljótt út sem
við ætluðum. Fyrir það vorum við húðskammaðir. Sagt, að
við gætum kveikt í heyinu. Og einn bóndinn setti lás fyrir
hlöðuna sína.
Þegar mikið snjóaði á vetrum skefldi fram af Efri bæn-
um. Þá notuðum við tækifærið þegar við héldum að gamla
fólkið svæfi, klifruðum með sleðana okkar upp á bæinn
og renndum okkur niður þekjuna. En það leið sjaldan löng
stund þangað til Margrét gamla ömmusystir mín, kom út
og rak okkur með ómjúkum orðum burt frá bænum. —
Húsbóndinn í Eri-bænum reri þá alla vetur undir Jökli.
— Og það sem verra er sagði hún við mig. Þú kennir Oodda
mínum um alla klækina, sem þú ert höfundur að. Hún var
fóstra hans. En Efribæjarþekjan var freistandi, það verð
ég að segja. Og áminningar Margrétar höfðu ekki þau
áhrif sem ,hún ætlaðist til. — Blessuð gamla frænka mín.
Eg var hálfsmeykur við hana fram eftir öllum aldri. Hún
gat verið svo byrst. Löngu seinna þegar ég fór að læra
gaf hún mér 5 krónur. Það hygg ég hafi verið aleiga henn-
ar þá.
Svona voru prakkarastrik — bernskubrek — þess tíma.
Hvort þau flokkast með „prakkarastrikum“ um þessar
munrir veit ég ekki.