Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 60
58
BREIÐFIRÐINGUR
Undarlegum ómi klökkvum,
anguiMítt og trega'þrungið
undrastef á ótal strengjum
innst í minni vitund sungið,
fallvaltleikans sári sefi
saman slunginn fyriiiheitum:
Ekkert tapast, ekkert týnist,
ekkert ferst þótt glatað sýnist.
Handan djúps og handan tíma
heimtist allt er þokar gríma.
STJARNAN
0, bjarta stjarna, bros þitt við mér skín,
er bláan skundar þú um himinteiginn
og heit og skær þinn hringdans stígur ör.
Hver slær þér takt, hver stillir sporin þín,
'hver stefnuljósum kastar fram á veginn?
Hvort er hún máski upphafslaus þín för
og endalaus — sem mín?
SEM TÓNN, SEM BLIK
Á fleygri stund ég fann þig, vor,
— eitt fagurt blóm við gengið spor,
einn lítinn fugl á laufgri grein
og ljósa dögg á mosastein.
Og endurvakin ung og há
skein örsfcotsstund hin glaða þrá
sem tónn, sem blik, er berst oif lönd
frá bernskudagsins heiðu strönd.