Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 75
BREIÐFIRÐINGUR
73
Nú kemur enginn framar í angandi laut við stekkjar-
lækinn til að gráta brott 'harm sinn og vonbrigði.
Einu sinni voru s'káld og hagyrðingar í Múlasveit, sem
kepptust um að 'kveða bæjarrímur.
Eg minnist þriggja samtímis: Brynjólfs Bjarnasonar í
Litlanesi, Andrésar Gíslasonar á Hamri, Guðrúnar Krist-
jánsdóttur á Seli.
Júlíus Sigurðsson í Litlanesi var líka „talandi skáld,“
sögðu allir. En ég man ekki eftir bæjarrímu eftir hann.
í bæjarímu voru allir bændur nefndir og þeirra húsfreyj-
ur. Byrjað í austri og endað í vestri. Allt sólarsinnis. Helst
átti að segja eitthvað fallegt um einn og sérhvern, sem stund-
um virtist vera býsna erfitt, svo allt stæði í ljóðstöfum og
rími dýrra hátta og ætti þó eitthvað við orð og æði þiggj-
andans.
Hér eru þrjú sýnishorn þessa kveðskapar, sem aldrei
verður framar iðkaður í Múlasveit.
Guðrún nefnist húsfrú hans,
heilsu —þjáð af — leysi.
Krýnd var áður fremdarfans
og fyllstu dáð, sem kona manns.
Br. Bj.
Hildar kjóla hárs ann bjóð
hryggðargjólu fría,
linnabóla björkin rjóð,
Bergljót Ólafía.
A. Gíslason