Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 76
74
BREIÐFIRÐINGUR
„Langar mig nú ljóð að smíða,
þótt l'ítil verði skemmtan sú.
Bæ á Nesi Bæjar dýra
býst ég við að hitta nú.“
Guðrún Kr.
Og er þetta upphafserindi. Bær á Bæjarnesi er syðsti eða
þó fremur austasti bærinn í Múlasveit.
Hér skal reynt að rifja upp nöfn húsbændanna, sem síð-
ast áttu heima á 'þessum bæjum, sem bráðum heyra gleymsk-
unni til, með öllum sínum örnefnum, öræfum og örlögum.
Það verður ekki reynt í ljóði. Rím og ljóðstafir og þeirra
sveit eyðist líka óðum á íslandi.
Hér skal aðeins brugðið upp eins og lítilli ljósmynd
með nöfnum þessara bernskuvina minna, sem eiga svo
ljómandi bros í morgunbirtu æskuheimkynna minna við
firði, fjöll og dali, þar sem bið smáa verður svo stórt
og hið stóra smátt.
Það mætti svo sem gera meira en eina órímaða sveitar-
rímu um þetta fólk.
Hver 'bær, hver fjölskýlda á sína sögu
sigurljóð og raunabögu.
Um það mætti skrifa heilar skáldsögur. Hins vegar er svo
undrafátt, sem segja má frá án þess að vekja misskiln-
ing og misklíð, þótt sannleikurinn væri þar einn á blaði.
Bær á Bæjarnesi, sem heitir í raun og veru Kvígandanes
í Landnámu.
En lýsing sveitarinnar er í Barðstrendingabók og verð-
ur ekki rakin hér.
Þar bjuggu einu sinni Halldóra og Guðbjartur Árnason.