Breiðfirðingur - 01.04.1978, Síða 77
BREIÐFIRÐINGUR
75
Og að Bæ á þeirra íheimili var undirritaður fluttur á 10.
degi ævinnar utan úr Flatey. En þar með hófust tengsli
mín og Múlasveitar, sem eru hin nánustu.
En mér er sagt, að hafi átt að fela mig undir stórum
'Steini innan við túnið í Bæ, þegar fósturforeldrar mínir,
sem síðar verður hér minnst komu að sækja mig þangað
sex vikna gamlan.
Halldóra og Guðbjartur fluttu síðar vestur á Firði. —
Fyrstu hjónin, sem ég man eftir í Bæ um 1920 hétu Helga
Schöth og Lárus Áshjörnsson. Þau bjuggu þar nokkur ár.
Áttu Víst 10 hörn eða meira. Þessi hjón voru aðflutt norð-
an úr landi og hiáru með sér andhlæ eða voríblæ nýrrar
aldar söngvin og félagslynd. Ein fegursta minning um ætt-
jarðarsöngva, heilt kvöld á heimili mínu er þeim tengd
sem gestum fósturforeldra minna, sem þá bjuggu á Svína-
nesi. En a'llt í einu höfðu þau íkvatt sveitina og flutt suður
með hópinn sinn. Næst voru í Bæ Steinunn Guðmunds-
dóttir frá Svínanesi og Helgi Guðmundsson frá Kvígindis-
firði.
Hún var sama sem föðursystur mín, þótt engurn hafi
dottið það í hug nema mér, af því að mér fannst hún
svo falleg, með rauðbrúnt hár, hlá augu og björt á hörund.
Svo átti hún líka falleg föt og hafði verið fyrir sunnan.
Enginn var eins glaður og léttur í viðmóti eins og Helgi.
Hlátur hans og hjal var bókstaflega undur, en þó aldrei
særandi. Hann var eins og vorblær á vegi. Gaman var
að koma að Bæ til Helga og Steinku. Þau tóku manni eins
og fullorðnum og gátu haft mig fyrir heimiliskennara,
þegar ég var aðeins 17 ára. Aðra eins virðingu sýndi mér
enginn í sveitinni minni.