Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 81
BREIÐFIRÐINGUR
79
Svo bjuggu þar nokkur ár Vigdís Þjóðbjarnardóttir og
Jón Kristinn Olafsson. Hann var sonur Olafs Bergsveins-
sonar í Látrum, búfræðingur að mennt, hinn mætasti maður,
Hún var frá Akranesi. Hugþekk hjón, sem seinna bjuggu
á Grund við Reykhóla og reistu það smábýli til vegs og
virðingar.
En seinustu ábúendur á Svínanesi voru Guðrún Þórðar-
dóttir frá Firði og Aðalsteinn Helgason frá Bæ. Þau reistu
þar steinhús og allt bar blæ atorku og fornrar frægðar og
þeirra óska, sem ungmennafélagar í Múlasveit um 1930
áttu sér bestar. Miikil myndafhjón í sjó og raun. Hún kenn-
ari og hann vélstjóri og sjómaður hinn besti. En heilsan
hans var ekki sterk.
Svo fluttu þau vestur í Tálknafjörð. Og Svínanes ber
aðeins merki þess, sem dreymt var um sveitinni til hags
og frama. Álfarnir í Söngkletti og börnin við Hrísklett eru
aðeins minningar, sem vitna um Iþá dáð og drauma, sem
urðu að veruleika fyrir atorku og framsýni bestu barna
sveitarinnar. Og síðan ekki meir.
Einu sinni var líka búið á Svínanes-Seli við Kvígind-
isfjörð. Það fór í eyði um 1930.
Fólkið þar voru fimm manns: Kristján Sigfússon, en
um hann hefur Bergsveinn Skúlason skrifað í Breiðfirð-
ing, og Sigríður Guðmundsdóttir, kona Kristjáns, Guðrún
systir hennar og svo Guðrún dóttir Kristjáns og Sigríðar.
Hún var eiginlega bæði bóndinn og húsfreyjan á Seli.
Orti sveitarrímur eins og áður er getið, prédikaði um
Krist á ferð sinni um sveitina, tók að sér tvær dætur systur
sinnar Sigríðar, sem bjó norður í Bolungarvík, en þær
heita Guðrún og Sigríður Guðjónsdætur, systur Böðvars