Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 86
84
BREIÐFIRÐINGUR
Samhentari og samlyndari hjón eru varla í þessum
heimi. Þau koma með farfuglunum á vorin og fara á
haustin og mætti segja, að þau yrðu síðast veitendur í þess-
ari eyðisveit, ef þeim endist enn aldur og eilíf æska.
Múli — Skálmarnesmúli var um aldir helsta höfðingja-
setrið í sveitinni, kirkjustaður og stóúbýli.
Á þessari öld hefur oft skipt þar um bændur.
En nú síðustu ár eða áratugi hafa hjónin Þórdís Magnús-
dóttir frá Ingunnarstöðum og Jón Finnbogason frá Vattar-
nesi verið ábúendur og sinnt þessari stóru jörð til lands
og sjávar. En þar er bæði dúntekja og selveiði og áður
fuglatekja. Til slíks búskapar þurfti margt fólk til hinna
ífjölbreyttustu starfa. Það veldur því furðu að einyrkja-
Ihjón, eins og þau voru fyrst meðan börn þeirra voru ung,
skyldu valda slíku ofurefli, sem þó varð raunin á.
Oft var Múli setinn af mikilli prýði og höfðingsskap,
meðan enn fékkst fólk til skipulegra starfa í sveit árið um
'kring.
Á þessari öld má nefna þar: Jón Þórðarson og Hólmfríði
Ebenezersdóttir, Halldór Jónsson, búfræðing og Steinunni
dóttur Jóns og Hólmfríðar.
S'íðar Þorvald Pétursson frá Selskerjum og Katrínu Ein-
arsdóttur. En á undan þeim voru Hafliði Snæbjörnsson frá
Hergilsey og Matthildur Jónsdóttir. Ennfremur bjuggu þar
um árabil Bergsveinn Jónsson, fræðimaður og rithöfundur
og Ingvéldur Jóhannesdóttir. En þau hjón voru bæði frá
Skáleyjum.
Þetta er allt eins og sjá má einvalalið. En þannig hafa
búendur á Múla jafnan verið.
Annars mun Skálmarnesmúli verða sá staður í Múla-