Breiðfirðingur - 01.04.1978, Side 94
92
BREIÐFIRÐINGUR
Hann hafði heyrt 'þar um ungmennafélagshreyfinguna,
sem gagntók hugi og hjörtu unga fólksins á íslandi eftir
aldamótin og skóp bókstaflega vakningu þá, sem öllu öðru
fremur mótaði hugsjónir hinnar svonefndu aldamótakyn-
slóðar á íslandi.
Er vandséð að nokkuð alla leið frá landnámstíð hafi
orðið öllu áhrifaríkara né skapað meiri byltingu til vaxt-
ar og samfélagsþroska.
Hann kynntist einnig þennan vetur starfsemi Ungmenna-
félags Flateyjar undir stjórn Guðmundar Jóhannessonar úr
Skáleyjum.
En líklega hafði þó enginn meiri áhrif á hann til þess-
arar félagsstofnunar en Magnús Benjumínsson, verslunar-
maður í Flatey. En hann unni mjög ungmennafélagsskapn-
um, sem gæti eflt unga fólkið til hollra samskipta í starfi
og leik, söng og dansi.
Það var því Árelíus, sem boðaði til undirbúningsfund-
arins í maí í Kvígindisfirði og stofnfundarins síðar 12.
júní á Vattarnesi.
Fyrsta stjórn félagsins var valin: Árelíus Níelsson, Kvíg-
indisfirði, formaður, Ásbjörn Jónsson, Deildará, gjaldkeri,
Andrés Gíslason, Hamri, ritari.
Fyrstu tíu árin var þessi stjórn að mestu óbreytt. Samt
varð Þórarinn Kristjánsson á Illugustöðum, gjaldkeri um
tíma og Pálína Halldórsdóttir ritari og líklega Guðrún
Kristjánsdóttir á Illugastöðum.
En 1937 — en þá kemur fram fundargerðarbók, sem
enn er til, er Guðrún Þórðardóttir á Firði orðin ritari, og
gjaldkeri Oskar Þórðarson á Firði. Varaformaður var þá
valinn Bergsveinn Skúlason frá Skáleyjum, bóndi á Múla.