Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 97
BREIÐFIRÐINGUR
95
arhús sveitarinnar og fundir ekki framar inn í bæ á Vatt-
arnesi. Yfirsmiður hússins var Jón Ólafsson, Vattarnesi.
Þetta hús stendur enn, þótt efnin væru rýr uppi á bólinu
á Vattarnesi. Fallegum stað með fjörðinn að fótum sér.
Stundum var það nefnt „Dalakofinn“. — Það varð strax
of lítið að flestra áliti. En samt var oft glatt á hjalla og
gaman að syngja og dansa, þegar Yngvi Samúelsson á
Kirkjubóli vestra „trekkti fóninn“, með fjörugum lögum
eða angurblíðum. En stundum kom til greina að spila á
hárgreiðu, munn'hörpu eða litla einfalda harmoníku. Samt
var alltaf sönn gleði á ferðum og aldrei tóbak og brenni-
vín innandyra hinn fyrsta áratug.
En áður en húsið kom voru fundir haldnir heima á
bæjum. Voru þá Svínanes og Fjörður aðalfundarstaðir.
En frægast var ball á Svínanesi um miðsvetrarleyti í mikl-
um byl. Það var í þrjá sólarhringa uns hríðinni slotaði.
Sannarlega mátti syngja: „Fyrr var oft í koti kátt“. En
aldrei kátara en í jólaleikjum og sumarferðum.
Á hverju sumri fóru félagar í Vísi.til heimsókna á sum-
arskemmtanir út í Flatey, vestur að Haga, suður í Beru-
fjörð og víðar.
Mest var ferðast á bátum á þær skemmtanir. Og stund-
um lagt út í storma og tvísýnu. En allt fór þó vel. Aldrei
varð slys. En þó oft þar nærri. Bakkus var aldrei með.
Það bjargaði.
Vísir gaf út handskrifað blað, sem gekk milli bæja. Það
hét „Fram“ og var nafn þess skrautritað eftir Magnús
Benjamínsson í Flatey. Skyldi nokkur eiga eintak af því
ennþá?