Breiðfirðingur - 01.04.1978, Qupperneq 98
96
BREIÐFIRÐINGUR
Ógleymanlegust sumarferða var við stofnun Ung-
mennasambands Breiðafjarðar í Flatey 3. ágúst 1941. —
Guðsþjónusta, skrúðganga, ræður, íþróttir, söngur og dans
undir forystu Árelíusar Níelssonar, form. Vísis.
Svona liðu árin. Sífellt urðu skipti á félagsfólki. Margir
fluttu brott. Bílvegurinn kom. Allt breyttist. Fólk gat nú
komið að um langa leið.
Húsið varð alltof lítið. Stækkun rædd árlega og alltaf.
Síðast átti að byggja annað hús. Grunnur þess gerður.
Þar unnu mest að Kvígindisfjarðarbræður Einar, Guð-
mundur, Sæmundur og Jóhannes. Yngvi Guðmundsson í
Skálmardal gerði frumteikningu að byggingunni.
Garðar Andrésson, Hamri og Einar Guðmundsson geng-
ust fyrir fjársöfnun og útvegun lóðar.
En enginn má sköpun renna. Auðnin lagðist yfir með
oíurþunga. Fólkið flutti brott.
Árið 1955 voru kosin í stjórn:
Jóhannes Guðmundssn, Kvígindisfirði, formaður.
Jens Óskarsson, Firði, gjaldkeri.
Ásta Jónsdóttir, Deildará, ritari.
En síðasti skráður fundur Vísis er því sem næst á af-
mælisdegi á Vattarnesi eða 10. júní 1957. Þá skortir fé-
lagið á eitt ár í þrítugt. Enginn hafði lengur verið ritari
þess en Guðrún Þórðardóttir frá Firði..
Síðustu stjórn þess skipa:
Einar Guðmundsson, Kvígindisfirði, formaður.
Guðmundur Guðmundsson, Kvígindisf., gjaldkeri.
Ásta Jónsdóttir, Deildará, ritari.
En þjóðhátíðarárið 1974 flutti síðasta fólkið frá Múla