Breiðfirðingur - 01.04.1978, Síða 101
GEIR SIGURÐSSON frá Skerðingsstöðum:
Ég man þá tíð
Tveir þéttbýlisdrengir í sveit.
A undanförnum áratugum Refur það verið áberandi þátt-
ur í íslensku þjóðlífi, að börn í þéttbýli hafa dvalið víðs-
vegar um sveitir landsins að sumarlagi. Ættartengsl hafa
stundum ráðið þarna vistarverum, en eins og oft hefur
sennilega verið, að þörf fyrir aðstoð barna og unglinga á
fámennum sveitaöheimilum thefur verið til staðar, og þrá
þeirra ungu og aðstenda þeirra til að fá dvöl í víðfemi
sveitanna um sólríkustu mánuði ársins hefur einnig verið
þarna að verki. Ekki mundi auðvelt að telja upp allar þær
hugljúfu endurminningar, sem þessir þjóðlífsþættir hafa
leitt af sér, en ekki yrðu íslenskir bó'kaskápar minni að
verðgildi, þó að þar bættust nokkrar bækur með slíkum
þáttum, ekki síst, ef að þær væru ritaðar af þéttbýlisbörn-
unum sjálfum. Hér mun minnst í stuttu máli tveggja
drengja, sem dvöldu, hvor eftir annan, á sama bænurn fyrir
nokkrum áratugum.
Gleði og þróttur.
Það var um páskana árið 1942, að ég var ásamt nokkr-
um sveitungum mínum í Hvammssveit í Dalasýslu á fundi
að Sælingslaug. Þá var það af tilviljun að í tal barst við
kunningja minn, sem var á fundi þessum, að drengur úr