Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 107
BREIÐFIRÐINGUR
105
Geirlaugur Magnússon. Geirlaugur með Kolu.
og veikindi, sem hann bjó að fram á æskuár. Hann gekk
'því ek'ki með öllu líkamlega heill til skógar á bernsku-
árunum. Hins vegar voru andlegir hæfileikar hans með
miklum ágætum. Hann var svo bókhneigður, að ég hef ekki
kynnst öðrum þar fremri á því aldursskeiði. Hann var
svo minningur á það sem hann las, að það var hægt að
'hafa hann fyrir heimildaraðila, ef á þurftn að halda. Kæmi
hann auga á lesmál, þegar hann sat að matborði með heim-
ilisfólkinu, virtist hann gleyma stund og stað, jafnvel þó
lestrarefnið væri þannig, að öðrum fyndist ekkert í það
varið. Engum, sem til þekkti gat dulist, að þarna var barn,
sem átti sinn djúptæka, sérstaka hugðarheim. Sá hugar-
’heimur virtist í fljótu bragði geta verið í útjaðri daglegra
anna, en þó virtist hann vera opinn fyrir því, sem var
á dagskrá á heimilinu hverju sinni. Að vera trúr og dygg-