Breiðfirðingur - 01.04.1978, Side 111
BREIÐFIRÐINGUR
109
þau Heba Ólalfsson bótelstjóri í Flókalundi og Guðbjartur
Egilsson framkvæmdastjóri Gests hf. og formaður Barð-
strendafélagins, sem svara þessari spurningu.
Sundlaug nœsta verkefnið.
— Það er ljóst að það er ýmsum erfileikum háð að reka
sumarhótel eins og hótelið okkar hér 'í Vatnsfirði og það
er fyrst nú í sumar, sem útlit er fyrir, að hótelið skili af
sér nokkrum arði, segja þau Heba og Guðbjartur. — Við
höfum óbifanlega trú, að þessi staður eigi framtíð fyrir
sér, annars værum við ekki að þessu. Næsta verkefni okk-
ar verður sundlaug og þá verður aðstaða gesta betri en nú
er og erum við þó svolítið stolt yfir því, sem við getum
boðið upp á. Þegar hefur verið borað eftir vatni og fékkst
40 gráðu heitt vatn, sem er nægilegt fyrir sundlaug á
staðnum. Til að gera sundlaugina að veruleika vantar okkur
peninga, en úr Iþví rætist vonandi á næstunni, segja þau.
Þao var Barðstrendingafélagið í Reykjavík, sem ákvað
á sínum tíma að byggja tvö hótel í Barðastrandasýslum.
Annað að Bjarkalundi og hitt í vestursýslunni. Bjarkalund-
ur var vígður 1947 og síðan stækkaður 1962. Upphaflega
átti Flókalundur hins vegar að vera við Brjánslæk og var
búið að steypa grunn að hóteli þar. Aldrei varð þó úr, að
hótel risi þar, þjóðvegurinn var lagður inn í Vatnsfjörð og
þar reis hótel Flókalundur. Árið 1973 var hótelið tekið
í fulla notkun með 15 þægilegum herbergjum, þannig að
þar geta með góðu móti gist 40—50 manns, en fleiri ef
fólk lætur sér svefnpokapláss lynda. Er hótelið var tekið í
notkun í sinni núverandi mynd hafði þar verið rekinn sölu-
skáli í mörg ár.