Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 17
BREIÐFIRÐINGUR
15
minnsta kosti er trúlegt, að prestar teldu sig þurfa að fá
heldur meira fyrir hverja messu.
Sögn er um kirkju og jafvel kirkjugarð á Staðarbakka á
Flekkudal,21 en skriflegar heimildir eru engar fyrir henni eða
þeim bænhúsum, sem á vantar til að fylla töluna sex. Þetta er
aðeins sögn og einnig getur vel verið, að kirkjan á Staðar-
bakka hafi verið niðurlögð - hafi hún á annað borð verið til
- þegar máldaginn var skrifaður. Hvar hafa þá hin bænhúsin
tvö eða þrjú verið? Trúlegt er að eitt þeirra að minnsta kosti
hafi verið í innri hluta sveitarinnar. Kirkjurnar þrjár í sókn-
inni voru á dýrustu jörðunum, og samkvæmt þeirri reglu, þá
voru Breiðabólsstaður og Skoravík dýrastar í innparti
hreppsins. Þær væru því hugsanlegar fyrir bænhús, en er vit-
anlega aðeins ágiskun. Úr Skoravík var líka tiltölulega erfið
kirkjusókn.
Loks skal geta, að í títtnefndum máldaga frá 1327 er upp-
talning á kirkjugripum, sem einhverjir hafa ef til vill gaman
af að sjá. Til skýringar má geta að skrift merkir líkneskju.
„Kirkjan á kalek og tjöld um kirkju, smelta kross, skrín og
töflu yfir altari, messuklæði ein, stólu og handlín og hökul til
annarra [messuklæða] klukkur 7, bjöllur 2, Maríuskript,
Pétursskript, Porláksskript, 2 krossa forna, altaraklæði 3
með pell og 2 önnur, sacrarium munnlaug, glóðaker og eld-
bera, kertahjálm með járn, kertistikur vænar fyrir líkneskj-
um, kantárakápa með pell og slopp einn.“ Ekki er kunnugt
um, að neitt af þessu sé ennþá varðveitt.
4. Örnólfur Jónsson og afkomendur hans
í næsta máldaga Staðarfellskirkju frá 1354 er kirkjueigandi
orðinn Örnólfur Jónsson.22 Ætt hans er ókunn, en afkom-
endur hans í beinan karllegg voru þar í tvær aldir, en þeir
hétu í röð: Guttormur Örnólfsson, Helgi Guttormsson,
Fórður Helgason, Sturla Þórðarson og loks Ormur Sturlu-
son, sem seldi Staðarfell úr ættinni. Enn er til í frumriti
bréfið er Örnólfur selur Guttormi syni sínum Staðarfell.23
Þar eru t.d. landamerki jarðarinnar greind. Einnig segir, að