Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 41
BREIÐFIRÐINGUR
39
komin glóð í hann. Hann var því aldrei vinsæll hjá kven-
þjóðinni.
Mér skilst nú, þegar eg er að rifja þetta upp, að miklu
meiri not mundu af þessum steinbrandi orðið hafa, ef rétt
hefði verið með farið. Hann hefði átt að taka upp að vorinu
eða snemma sumars, svo að hann hefði tíma til að þorna til
fulls áður notaður væri. En hans var aldrei aflað, fyr en að
hausti. Kom hann því lítt eða ekkert þurrkaður á eldinn og
eyddi þá kynstrum af hita, í stað þess að gefa hita, þangað til
hann var orðinn svo þur, að logað gæti. Með nútíma áhöld-
um, eldavélum, miðstöðvarkötlum o. s. frv., þar sem
stöðugur trekkur glæðir logann, mundi hafa orðið allt annað
og meira gagn að steinbrandinum en í gömlu hlóðunum,
enda þótt hin eina vígvél, sem þá þekktist, væri óspart
notuð, þ.e. físibelgurinn gamli og góði. En jafnvel með
hinum fullkomnu áhöldum nútímans mundi steinbrandurinn
ekki koma að hálfu gagni, nema þurrkaður væri. - Annars
höfðum við miklu minni not þessa steinbrands, er við svo
nefndum, vegna skorts áhalda og þekkingar. Þarna getur
ennþá verið að felist stærri eða smærri náma undir kletta-
beltinu, og ef til vill undir fjörusandinum niður undan því,
sem bíði að eins eftir sprengitækni nútímans til þess að verða
að þeim notum, sem náttúran hefur skapað hana til. Annars
er þessi steinbrandsfundur okkar þarna ekkert einstætt fyrir-
brigði. Hans mun hafa orðið vart all-víða á landi hér, þó
hann hafi nú fengið nýtt nafn. Eg hef að vísu ekki séð hin
svonefndu brúnkol. En eftir því sem þeim hefur verið lýst
fyrir mér, hygg eg að þau séu ekkert annað en gamli stein-
brandurinn okkar, eða steingerði surtarbrandurinn íslenzki,
með þeirri einu breytingu, að nú hefur hann fengið opinbera
bólu í endann, eins og leggurinn hjá Jónasi Hallgrímssyni,
og sé því orðinn upp úr því hafinn, að nefnast lengur hinu
forna íslenzka nafni sínu. En hitt er víst, að fólkið á íslandi
mundi betur hafa skilið, hvað um var að vera, þegar mesti
brúnkoladynurinn varð hér um árið, ef surtarbrandurinn