Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
hófst í námunni. Smiðir og smíðavanir menn unnu við að
koma íbúðar- og mötuneytishúsinu fyrir. Húsið kom tilbúið
í flekum. Pað var reist á stöplum. Pví var skipt eftir miðju,
var matsalur og eldhús öðrumegin, svefnskáli, ráðskonu- og
verkstjóraherbergi hins vegar. Porsteinn Karlsson smiður og
bóndi í Búðardal vann mikið við hús þetta.
Strax og vinnsla hófst þurfti að koma fyrir lofthreinsibún-
aði niðri í námunni. Loftpressa, er gekk fyrir bensínmótor
var við námuop og var stöðugt dælt niður hreinu lofti. Svo
var líka dælt upp því ryk- og sprengilofti er annað slagið var
mikið niðri í göngunum. í þessu sambandi er rétt að geta
þess, að þegar þeir fimmmenningarnir, sem áður eru
nefndir, voru að sprengja fyrir námuopinu, þá var engin
hreinsibúnaður fyrir hendi, enda lá við að illa færi stundum
af þeim sökum.
Þegar göng fóru að myndast í a.m.k. þrjár áttir niðri í
námunni voru settir stokkar í göngin. Efnið í þeim var slétt
járn, lóðað saman og fest á trégrind. Gangaloftin sjálf voru
hrein og slétt og héldust uppi án fóðrunar. Mun það vera
sjaldgæft í námum. Bensínmótor loftpressunnar var ærið
fóðurfrekur, eyddi allt að 1 bensínfati yfir daginn.
Auk þeirra manna, er áður hefur verið getið, unnu eftir-
taldir menn við námuvinnsluna: Björn Kristjánsson, Nýp,
Svavar Magnússon, Búðardal, Trausti Bjarnason, Á, Guð-
mundur Hólm, Krossi, Kristján Kristjánsson, Barmi. Þeir
áttu allir heimili á Skarðsströnd.
Þorsteinn Karlsson, Búðardal, Skarðsströnd (f. 1916).
(Úr bréfi)
Ég var að mig minnir 13 eða 14 ára þegar ég fór að fara í
surtarbrandsfjöru, eins og það var kallað.
Þetta var mikið stundað í þá daga. Það mátti heita að farið
væri í fjöruna á hverjum stórstraumi, af og til allan veturinn.
Svo gekk allar götur fram yfir 1940, en þá fór að draga úr