Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 61

Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 61
BREIÐFIRÐINGUR 59 kynnast í stórum stíl þetta sumar. Og þetta hefur orðið mér ljóst: Gestrisni er okkur meðfædd og erfð frá fyrnsku en þjóðvegirnir eru að drepa hana, hin svokallaða „menning“ nútímans, tæknin, samgöngurnar, þægindin, er að drepa í okkur kynfylgju okkar, menningu hjartans. Hér er illa á málum haldið, það sem á saman er sundurskilið. Nú eru þó fyrst að eygjast möguleikar til jafnvaxtar efnis og anda. Hví að gleypa hið nýja hrátt og fleygja hinu á hauga? Fjandinn eigi þær framfarir sem mola undir sig eiginleika fólksins, brjóstgæðin og einlægnina. Og nú er þjóðvegur kominn á Skarðsströnd. Skyldi hann setja sauðarhausa þéttbýlisins á þetta mennska fólk útkjálkanna? Fetta er útúrdúr. Við vorum að drekka lútsterkt pönnu- kökukaffi hjá fjölskyldunni á Krossi og raula vísu fyrirrenn- ara hennar, um þarfleysi þess að kvarta. Við skulum njóta þess, loft eru að þána og svartbakurinn hugsar til hreiður- gerðar úti í eyjum - og bráðum kemur trukkurinn og dregur okkur yfir Krossá. Það gekk ágætlega og næsti farartálmi var Búðardalsá. Hún valt þar fram djúp og reið og urðum við að selflytja fólk og farangur yfir hana á trukknum og var þá komið á aðfanga- stað. Þarna á melbarði stóð skúrinn sem skyldi vera sumar- hús okkar. Umhverfið var grátt og hvass stormur á, yggla á Breiðafirði og dimmt að sjá til Skorar. Skúrinn, sem við átturn að búa í, var byggður eins og bátur, súðbyrtur, en hér hafði gleymst að kjalfakta. Við skírðum hann því „Höll sumarlandsins“ vegna samkenna hans við höll kollega míns Kárasonar, en þar áttu vindar loftsins stefnumót. Vorið var með afbrigðum kalt og fúlt. Þó vakti fegurðin yfir öllu og ef sólin náði frain úr skýjaþökum vafði hún gliti eyjar og sund. Þarna á smáhólma, skammt frá landi, stendur skínandi hvít höll. Hún hefur sínar dyr, svalir og glugga og turnar hennar gnæfa hátt og loga í sólskininu. En því miður, þegar skuggi fellur á er þetta aðeins klettur mikill, sem fuglar loftsins hafa málað driti sínu. Svona er rómantík vors-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.