Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 61
BREIÐFIRÐINGUR
59
kynnast í stórum stíl þetta sumar. Og þetta hefur orðið mér
ljóst: Gestrisni er okkur meðfædd og erfð frá fyrnsku en
þjóðvegirnir eru að drepa hana, hin svokallaða „menning“
nútímans, tæknin, samgöngurnar, þægindin, er að drepa í
okkur kynfylgju okkar, menningu hjartans. Hér er illa á
málum haldið, það sem á saman er sundurskilið. Nú eru þó
fyrst að eygjast möguleikar til jafnvaxtar efnis og anda. Hví
að gleypa hið nýja hrátt og fleygja hinu á hauga? Fjandinn
eigi þær framfarir sem mola undir sig eiginleika fólksins,
brjóstgæðin og einlægnina. Og nú er þjóðvegur kominn á
Skarðsströnd. Skyldi hann setja sauðarhausa þéttbýlisins á
þetta mennska fólk útkjálkanna?
Fetta er útúrdúr. Við vorum að drekka lútsterkt pönnu-
kökukaffi hjá fjölskyldunni á Krossi og raula vísu fyrirrenn-
ara hennar, um þarfleysi þess að kvarta. Við skulum njóta
þess, loft eru að þána og svartbakurinn hugsar til hreiður-
gerðar úti í eyjum - og bráðum kemur trukkurinn og dregur
okkur yfir Krossá.
Það gekk ágætlega og næsti farartálmi var Búðardalsá.
Hún valt þar fram djúp og reið og urðum við að selflytja fólk
og farangur yfir hana á trukknum og var þá komið á aðfanga-
stað. Þarna á melbarði stóð skúrinn sem skyldi vera sumar-
hús okkar. Umhverfið var grátt og hvass stormur á, yggla á
Breiðafirði og dimmt að sjá til Skorar.
Skúrinn, sem við átturn að búa í, var byggður eins og
bátur, súðbyrtur, en hér hafði gleymst að kjalfakta. Við
skírðum hann því „Höll sumarlandsins“ vegna samkenna
hans við höll kollega míns Kárasonar, en þar áttu vindar
loftsins stefnumót.
Vorið var með afbrigðum kalt og fúlt. Þó vakti fegurðin
yfir öllu og ef sólin náði frain úr skýjaþökum vafði hún gliti
eyjar og sund. Þarna á smáhólma, skammt frá landi, stendur
skínandi hvít höll. Hún hefur sínar dyr, svalir og glugga og
turnar hennar gnæfa hátt og loga í sólskininu. En því miður,
þegar skuggi fellur á er þetta aðeins klettur mikill, sem
fuglar loftsins hafa málað driti sínu. Svona er rómantík vors-