Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 51
BREIÐFIRÐINGUR
49
áveitu Flóa- og Skeiða. Hann var ágætur verkstjóri og verk-
hönnuður. Hann leysti útskipunarvinnuna á mjög snjallan
hátt. Hann lagði tvöfalda járnbraut fram bryggjuna. Þar á
hafði hann 2 járnbrautarvagna tengda saman með spilstreng
og blökk á þeim streng við efri enda kolabingsins. Síðan var
handmokað á víxl, 1 tonni í vagnana. Talsverður bratti var
niður bryggjuna. Þegar fulla vagninum var hleypt niður
bryggjuna, dró hann tóma vagninn upp. Þannig var mokað í
vagnana á víxl og orkan var aðdráttarafl jarðar, sem nýttist
þannig. Þetta er þekkt í námum erlendis, einkum í járngrýt-
isnámum í Svíþjóð. - Mikið nákvæmnisverk var að bremsa
þunga vagninum niður bryggjuna, að hann færi ekki framaf
og niður í lest bátsins en úr vögnunum var sturtað í lest báts-
ins á bryggjuhausnum. Þannig voru kolin flutt laus suður í
Reykjavík, þar skipað upp og flutt í Toppstöðina við Elliða-
ár. En vandamál mikið varð að koma gjalli og ösku úr
kötlunum, og það svo mikið, að þessu var hætt algjörlega.
Tækni nú til dags hefði getað leyst þetta vandamál auð-
veldlega með því að mala brandinn eins og hveiti og blása
honum síðan gegnum spíss í eldinn, þá hefði aska og annað
ekki nýtanlegt farið út um reykháfana.
Einnig hefði mátt reisa geysistóra rafstöð við námuna,
drifna með gufuafli.
22. desember s.l. skrifaði Steinólfur eftirfarandi í bréfi:
Ég hef frétt síðan hjá karlinum föður mínum að Guðmundur
Jónasson fann á fjörum og í hrönnum í Frakkanesi og í sand-
bökkum surtarbrand, sæbarinn. Þetta var hnattlaga, og eins
og mannshaus að stærð. Þetta setti hann í poka, nokkurt
magn, réri með þetta inn í Skarðsstöð á lítilli skektu, sem
hann átti og seldi í Stykkishólm, auk þess sem hann notaði
sjálfur þessa vöru. Gaman að frétta þetta.
Ég boraði hér fyrir innan túnið með jarðbor, 157 metra
djúpa holu haustið 1985. Komum niður á brúnkolalag, man