Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 63
BREIÐFIRÐINGUR
61
staðar! vitrir fuglar eins og lóur og mýrisnípur sem kúra sig
í sinuþúfum og fela sig í lengstu lög, heimskir ruglukollar
eins og stelkurinn og spóinn, sem þvælast fyrir fótum okkar
blaðrandi, ísmeygilegir eins og hreiðrið væri nú einmitt hér
og svo hér. En við fundum þau öll og fylgdumst með þeim
þar til einn daginn að lítil nef brutu skilrúmið milli upphafs
síns - og því miður, stundum endis. Skæðir óvinir liðu hér
yfir móunum á breiðum vængjum og skyggndu hverja þúfu.
En svo gómsæt sem egg eru þykir þó unginn meiri fengur
enda gerast nú vandsaddir munnar svartbaksunga í eyju,
hrafns í fjalli. En hærra yfir svimhárri fjallsriminni, sem
skýlir þessari strönd, svífur konungur konunga, einmana
örn. Stoltur sem guð smalar hann bjargfuglabyggðir í tó og
skriðu. Þeir flaksa stuttum vængjum í heimsku sinni og
henda sér í sjóinn, þá lækkar sig hinn dökki skuggi og
hremmir einn úr hópi flóttaskarans. En jafnvel klógula kon-
unga sigrar elli kerling, flug hans er þyngra nú en fyrr upp í
hásætið og gráar hærur lýta. Hvar er nú maki hans, ungar og
hirð? Glæptust þeir hinir goðkynjuðu máske á vesölu hræi
sem eitruð mannshöndin bar á gadd fyrir hrafn og ref? Eða
er hlutverki hetjunnar lokið í landi sögu og brags sem hvort-
tveggja varð þó til hennar vegna. En þá mun daufara yfir-
bragð þessara slóða er aðkomnir móbúar byggja einir undir-
hlíðar en fýlungi fjall.
Náttúra er fjölskrúðug hér, truflanir eru eigi meiri en
verið hefur um aldir, samúð fólksins og lífsins í kring er góð
°g byggð á gagnkvæmu trausti. Lítil forvitin lömb gægjast
yfir þúfu á þessa hávaðasömu véltækni sem komin var hér í
hagann. Háfætt folöld reisa höfuð sín, ung og frjáls. Stóð
margt gekk þar á mýrunum og höfðingi þess var Skjóni,
jarpskjóttur 4 vetra foli er enn hélt eðli sínu og fáksprýði.
Háði hann marga stórorustu ef ókunnan hest bar þar að.
Voru hryssur hans stoltar mjög. Hvell eggjunaróp þessa Sik-
ils rufu kyrrð kvöldsins og stormur ástríðna fór yfir holtin.
En allsstaðar er maðurinn sami vargur í véum, einn dag var