Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 125
BREIÐFIRÐINGUR
123
sínum. Hann hafði verið skipstjóri en útgerðin væri í stór-
tapi og væri hann í þann mund að tapa íbúðarhúsi sínu.
Hann hefði ekki séð nein önnur ráð en fara til Minnesota og
afla sér þar tekna til að bjarga sér úr skuldum. Nú væri
kreppa og atvinnuleysi í Noregi.
Brátt lenti ferjan í höfn á meginlandinu. Kom þá í ljós að
þar var járnbrautarstöð. Stöðvarhúsið var mikil bygging
með verslunum og matsölum. Tilkynnt var að lestin til
Chicago færi eftir klukkutíma. Barna var einkennisklæddur
þjónn, sem talaði dönsku. Sagði hann að við gætum keypt
nesti til fararinnar, sem væri gert fyrir fólk, er væri óklárt í
málinu og eins til að spara peninga. Nú langaði mig til að fá
mér kaffi og eitthvað til að hressa mig á. Jóhann vildi ekki
koma með mér inn í matstofuna svo ég bað hann að gæta
ferðatösku minnar. Ég pantaði kaffi og eplakökustykki, sem
mér leist vel á. Þjónninn leit á mig og fór svo að hlæja og
sagði við annan þjón, að „grænhornið“ talaði bara ensku.
Þannig er mál með vexti að innflytjendur, sem ekki eru færir
í málinu, eru oft kallaðir „grænhorn“ í spaugi. Norskumæl-
andi maðurinn fór með okkur inn í verslun þar sem fengust
nestiskassar þeir, sem okkur hafði verið sagt frá. í þessum
kössum voru reykt bjúgu, brauð, margarín, epli, kex og
ostur. Mig minnir að þessir kassar kostuðu einn dollara.
Heyrðum við nú kallað: „Allir um borð til Chicago".
Þetta var hægfara járnbraut og stoppaði víða. Auk fárra
farþegavagna voru fragt- og nautgripavagnar, enda var þetta
þriðja klassa lest og tók ferðin tvo daga til Chicago. Við
borðuðum af nestinu sem smakkaðist vel og fengum kaffi
sem kostaði tvö sent stór bolli.
Jóhann sagði mér nú að hann ætlaði ekki til Minnesota,
heldur til Elgin með mér. Ætlaði hann að reyna að fá vinnu
þar. Ég sagðist enga ábyrgð taka á því og svo biði líklega
einhver eftir honum í Minnesota. Komið var kvöld og það
eru ekki svefnkojur á þriðja klassa járnbraut svo við urðum
að gera okkur að góðu að reyna að blunda sitjandi. Næsti