Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 72
70
BREIÐFIRÐINGUR
koma ávallt til skila þegar hin lævísa synd knýr á glugga sál-
arinnar og fær stundum nokkuð ágengt. Sumir halda því
fram að syndir hafi umtalsverðan tilgang og hefi ég heyrt
slíkar vangaveltur fyrir löngu. En svo virðist vera að hún
leiti sér skjóls á öllum stigum mannkynsins. Um það verður
ekki dæmt af mér, því annað er vitað, að það góða mun
ávallt bera sigurorð, þrátt fyrir breyskleika einstaklinga og
þjóða.
Vissulega mun hann ekki gleymast sá sjarmi sem var yfir
litlu timburhúsunum og torfbæjunum, jafnvel þótt munað sé
eftir moldargólfum. En þá var önnur tíðin, peningabuddan
ævinlega tóm. Það kom einnig fyrir, að ekki var vitað hvað
hægt var að hafa í næstu máltíð, þegar ekki gaf á sjó dögum
og vikum saman. Hér er um sannleikann að ræða frá upp-
eldisárum og góður samanburður um tímana tvenna.
Ekki veit ég annað en að í þessum kauptúnum hafi ætíð
búið dugnaðarfólk. Af því hefur sprottið velvilji og samhjálp
þeim til handa sem verr eru settir. Þannig var það á mínum
uppvaxtarárum, einkum þegar slys bar að höndum vegna
sjósóknar, veikinda og margs konar fátæktartímabila, til
dæmis á kreppuárunum um 1930. Það verður ætíð þroskandi
að vitna til þessa tíma og er góður samanburður við nútíð-
ina.
Skipt um umhverfi á æskuárum
Ég er fæddur í Ólafsvík og fluttist þaðan með foreldrum
mínum til Hellissands, en þá var ég 5 ára gamall, þetta mun
hafa verið síðla sumars árið 1920. Við fórum með skipi á
milli staða og man ég vel eftir landtökunni á Hellissandi og
einnig það, að við fórum fyrst til bróður föður míns, sem átti
heima þar. Síðan man ég ekki eftir bústaðaskiptum að sinni.
Hellissandur er vestast á Snæfellsnesi. Að staðnum liggur
fjallgarður að sunnan ásamt Snæfellsjökli, sem ber höfuð og
herðar yfir hans undirhlíðar. Mikið og gott gras er á umtals-
verðu láglendi norðanvert, enda var þar margt bænda áður
fyrr, en nú munu hin grösugu býli vera niðurlögð og er það