Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 45
BREIÐFIRÐINGUR
43
þykku. Þetta var hans aðaleldsneyti ásamt hrísi og mýrafjall-
drapa.
Amma mín, Jófríður Jónsdóttir, var ráðskona í 4 ár hjá
séra Friðrik Eggerz á Hvalgröfum. Þá var fenginn surtar-
brandur úr fjörum með áðurnefndum hætti. Vinnumaður
þar á bæ, Mangi Marteinsson, starfaði að þessu verki. Hann
hafði kæk, þessi maður, tunguna hafði hann út úr sér,
einkum við erfið og vandasöm verk. Honum varð hált á
þessu, því hann datt eitt sinn framyfir sig með surtarbrands-
byrði á bakinu og beit í sundur á sér tunguna.
Svo heilleg stykki náðust af brandinum að það var baggi á
hest. Þetta var borið upp úr fjörunni í hrúgur, einkum á
haustin, síðan sótt eftir þörfum, reitt í pokum.
Auðveldast var að ná þessu við svonefnda Tindahlein á
Tindum. Var þetta eldsneyti sótt þangað af mörgum bæjum
hér á Ströndinni og úr Saurbænum.
Karlinn faðir minn (Lárus Alexandersson, f. 1897) var í
þessum verkum, þá vinnumaður hjá Njáli á Tindum (f. 1857,
d. 1944), þá 14 ára. Einnig vann hann að þessu þegar hann
var vinnumaður á Skarði. Þeir Kristinn Indriðason sóttu
brand að Tindum, venjulega einu sinni í viku að vetrinum og
reiddu á þremur hestum.
Árið 1911 var brandur unninn úr námu á Nýpurfjöru, ofan
flæðarmáls. Sú náma er fyrir utan svonefnt Öndverðarnes.
Maður að nafni Sigurður Jósúa kom þessu af stað, hann var
úr Reykjavík. Síðar tók við verkstjórn þar Hildimundur
Björnsson frá Stykkishólmi. Þessi brandur var fluttur í Gas-
stöðina í Reykjavík; kvotlað á smábátum fram í skip, sem
lágu framar, vegna þess hvað grunnt er að. Sjávarföllum
varð að sæta við þetta verk, dýrt væri þetta núna.
Á fyrrastríðsárunum 1914-1918 var surtarbrandsnáma
starfrækt á Skarði. Sú náma er rétt utan við landamerki
Skarðs og Hvalgrafa, við svonefnt Votaberg. Verkstjóri þar
var Guðmundur Axelsson. Axel sonur hans var þar líka.
Hann dó úr spönsku veikinni. Sami háttur var hafður við
útskipun á brandinum og við Nýpurnámu. Brandurinn vildi