Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 122
120
BREIÐFIRÐINGUR
Oscari II. Ástæðan fyrir undrun umboðsmannsins var sú, að
hann hélt fyrst að ég væri Dani, en hann spurði mig aldrei
um nafn mitt í fyrra skiptið, er ég kom til hans.
Þegar kom að burtfarartíma kvaddi ég Kláus og fjölskyldu
hans með þakklæti fyrir góða samveru og hlýja viðkynningu.
Nú lá leiðin til Árósa og þaðan með ferju til Kaupmanna-
hafnar. Ég fékk mér gistingu á missionhótelinu, sem mér
hafði verið vísað á sem ódýrt en samt gott hótel. Ég fór
snemma á fætur næsta morgun og eftir góðan morgunverð
hélt ég til skips með handtösku mína, sem aleiga mín var í.
Ég var búinn að borga farið til New York ásamt járnbraut-
arfari til Elgin í Illinois. Kláus hafði sett peninga í sparisjóð
fyrir mig, en það var kaup, sem hann hafði borgað mér
umfram vasapeninga. Svo átti ég hjól, sem ég seldi og frá
íslandi voru mér sendir peningar, er ég átti í sparisjóði. Sem
sagt ég var búinn að borga ferðina ákvörðunarstaðarins, en
auk þess átti hver innflytjandi að hafa minnst 50 dollara við
landgöngu í New York. Þegar ég kom til skips var mikill
mannfjöldi þar. Oscar II. var gott skip. Mig minnir það væri
16 þús. smálestir að stærð. Ég var á þriðja farrými. Þar var
allt vistlegt og hreint og matur nægur og góður alla ferðina.
Eftir stutta stund er allir voru komnir um borð, voru land-
festar leystar og gangbrýr dregnar inn. Skipið blés brottfarar-
flautu og seig hægt og öruggt út á Eyrarsund.
Ég var glaður og reifur, lagður út í óvissuna, hraustur og
áhyggjulaus.
Til Vesturheims
Skipið siglir út Eyrarsund í ljómandi veðri. Fyrsti viðkomu-
staður er Ósló. Mig langaði til að fara í land og skoða borg-
ina, en okkur var tilkynnt að skipið myndi stoppa aðeins
einn klukkutíma. Fórum við nokkrir farþegar í land, vega-
bréfin voru stimpluð og við gengum upp Carl Jóhannsgötu.
Ósló er fögur borg á björtum vordegi, öll trén að springa út
og vorþeyr í lofti. En ekki er til setunnar boðið, skipið