Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 100
98
BREIÐFIRÐINGUR
Móðir mín deyr
Vorið 1910 fluttu foreldrar mínir frá Kletti. Maðurinn, sem
átti jörðina ákvað að fara að búa sjálfur. Þá losnaði býli í
hreppnum sem hét Bakki. Var sú jörð inni í dal. Söknuðum
við þar hins fagra útsýnis, sem við nutum á Kletti. Bakki var
svipuð jörð að landrými og góð fjallbeit fyrir sauðfé. Faðir
minn átti fallegar og vænar kindur. Höfðu margar þeirra
fengið verðlaun á sýningum. Haustið 1910 kom Jón Þor-
bergsson fjárræktarmaður til að skoða fé föður mins. Var
hann að safna skýrslum um verðlaunafé á landinu. Bakki er
innsti bærinn í dalnum og er dalurinn mjög grösugur, og fal-
leg og tær silungsá rennur niður hann. Veiddum við bræður
þar oft góða sjóbirtinga og var það líka góður búbætir.
Á þessum árum var oft þröngt í búi hjá stórum fjölskyld-
um, en hjá okkur vorum við börnin orðin fimm. Bústofninn
samanstóð af tveimur mjólkandi kúm, eitt hundrað kindum
á fóðrum og fjórum hestum. Þessi bústofn var eins stór og
jörðin gat fleytt. Eldiviður var mór og sauðatað. Matvara
var tekin út í reikning hjá Kaupfélagi Króksfjarðar, en
afurðir búsins, ull, kjöt og gærur lagðar þar inn á haustin.
Oft vildi verða vöntun á nauðsynjavörum seinni part vetrar
í Kaupfélaginu vegna stopulla ferða flóabátsins. Þá voru oft
farnar kaupstaðarferðir norður á Hólmavík við Steingríms-
fjörð, oft á miðjum vetrum. Þetta voru mjög erfiðar ferðir,
sem tóku minnst þrjá daga í skammdeginu. Fóru jafnan
menn frá tveimur eða þremur bæjum með marga burðar-
hesta í lest. Farið var yfir Tröllatunguheiði, sem er erfiður
fjallvegur að vetrarlagi.
Á árunum fyrst á öldinni komu oft miklar fiskigöngur inn
á Steingrímsfjörð. Þá voru jafnan farnar lestaferðir norður á
haustin eftir nýjum fiski. Hann var saltaður niður í tunnur.
Var það kallaður blautfiskur. Entist hann oft til matar fram
á vor. En aftur á móti kom það fyrir á þessum sömu árum
þegar fiskigangan kom, þá vantaði beitu. Þá komu norðan-
menn með hestalestir að norðan suður að Króksfjarðarnesi