Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 165
BREIÐFIRÐINGUR
163
Gautsdal gekk Kristjana í burtu af heimilinu með öll börnin
og gerðist bústýra hjá Sigurði. Bjuggu þau í Hólum í Reyk-
hólasveit 1864-1871. Þá fluttu þau suður í Saurbæ og bjuggu
þar á tveimur bæjum, Þurranesi og Kjarlaksvöllum. Þaðan
lá leið þeirra til Vesturheims og verður þeirra ekki meira
getið í þessum þætti.
Stefán bjó áfram í Gautsdal eftir að Kristjana var farin.
Gerðist hann ellimóður mjög. Syrgði hann mikið bæði kon-
una og öll börnin þau fáu ár, er hann átti eftir ólifuð.
Búskapurinn var ekki mikill, aðeins sjálfsmennska. Hann
var þarna í raun bara í skjóli bóndans, Andrésar Guð-
mundssonar, afa Andrésar Ólafssonar, hreppstjóra og
bónda á Brekku í Gufudalssveit. Stefán Björnsson dó í
Gautsdal 24. janúar 1870, 64 ára að aldri.
Á Kambi bjuggu þau Ragnheiður Björnsdóttir og Sig-
urður Sakaríasson góðu búi. Þau áttu saman 5 börn: Björn,
er bjó örfá ár á Skáldsstöðum. Kona hans var Sigríður Pét-
ursdóttir frá Hríshóli. Þau fluttu til Vesturheims árið 1891.
Annað barnið hét Jens, er síðar varð þekktur og velmetinn
athafnamaður á Rifi á Snæfellsnesi og er margt manna frá
honum komið. Jakob hét eitt systkinanna, er fluttist vestur
um haf 1876. Hann dó vestra 16. okt. 1879. Jón og Ragn-
heiður fóru til Vesturheims 1883.
Ragnheiður Björnsdóttir dó á Kambi haustið 1879. Þá,
eða vorið eftir hætti Sigurður Sakaríasson búskap á Kambi
og árið 1883 hélt hann vestur um haf ásamt yngstu börnum
sínum, Jóni og Ragnheiði. Sigurður var enn þá maður á
góðum aldri, er hann yfirgaf ættjörð sína. Hann var 54 ára
að aldri er hann staðfesti ráð sitt á nýjan leik fyrir vestan.
Kona hans var Steinunn Þórðardóttir frá Hyrningsstöðum,
dóttir Þórðar Björnssonar frá Berufirði (afabróður míns).
Þau Sigurður og Steinunn áttu saman þrjú börn. Sigurður
lést í Vesturheimi 26. ágúst 1894, 66 ára að aldri.
Þá hefi ég lokið við að segja það litla, sem ég hefi heyrt
um hjónin á Kambi, Ragnheiði og Sigurð. Nokkrum orðum
ætla ég þó að fara um þá bræðurna tvo, Stefán og Rögnvald,