Breiðfirðingur - 01.04.1987, Side 164
162
BREIÐFIRÐINGUR
varð að flytja í burtu og árið 1850 flutti hún að Kambi ásamt
Friðriki ekta syni sínum og fleira fólki. Þeir Stefán og Rögn-
valdur synir hennar urðu báðir eftir í Nesi hjá föður sínum
og ólust upp á hans vegum og konu hans Kristínar, fyrst í
Nesi, en árið 1851 fluttu þau inn að Kleifum í Gilsfirði.
Um það leyti sem Ragnheiður kom að Kambi var þar fyrir
hjá Stefáni bróður hennar ungur maður, Sigurður Sakarías-
son frá Heydalsá í Strandasýslu. Foreldrar hans voru Zakar-
ías Jóhannsson og Guðrún Sigurðardóttir, mæt og merk
hjón, er höfðu almannahylli. Dóttir þeirra og systir Sigurðar
á Kambi var Guðlaug, kona Torfa í Ólafsdal. Þau Sigurður
og Ragnheiður felldu hugi saman og gengu í hjónaband. Þau
bjuggu á Kambi í fjölda ára. Hverfum frá þeim um stund til
að vita meira um Stefán Björnsson, bróður Ragnheiðar.
Áður en Stefán kom að Kambi, bjó hann í Bæ, er kominn
þangað rétt fyrir 1840. Á manntalinu 1840 er talinn til heim-
ilis í Bæ Sigurður Hákonarson, 22 ára daglaunamaður, lifir
af sínu. Sigurður þessi var ættaður vestan úr Önundarfirði,
sonur Hákonar Hákonarsonar og Kristínar Sigurðardóttur
búenda í Tungu í Önundarfirði. í Dalamönnum, II. bindi,
bls. 430 segir, að Sigurður hafi numið smíðar í Reykjavík en
hafi síðan dvalið langdvölum í Reykhólasveit. Ekki hefur
mér tekist að fá vitneskju um orsakir þess að Sigurður flutti
hingað vestur, er þó nær að halda að því hafi valdið einhver
ættartengsl. Eitt er víst - Sigurður varð brátt mjög hand-
genginn þeim Bæjarhjónum. Stefán kenndi honum söðla-
smíði og Kristjana kona Stefáns var honum mjög notaleg,
lengra mun það ekki hafa gengið í Bæ. Á Kambi var Sig-
urður ekki heimilisfastur, en eftir að þau fluttu að Gautsdal,
var Sigurður þar heimilsfastur og þá snerist allt á ógæfuhlið-
ina hjá Stefáni. Notalegheit Kristjönu breyttust nú í vænt-
umþykju og ástleitni til Sigurðar. Stefáni þótti þessi þróun
ekki góð. Hann unni konu sinni heitt og vildi að hún væri sér
trú. Sex börn fæddi Kristjana og voru þau öll eignuð Stefáni
í kirkjubókum en almannarómur taldi að Sigurður Hákonar-
son væri faðir sumra yngri barnanna. Eftir 12 ára búskap í