Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 168
166
BREIÐFIRÐINGUR
1899. Þau áttu saman tvö börn, Árna og Ragnheiði. Hún
giftist Sigurjóni Jónssyni í Djúpadal. Þar bjuggu þau í
nokkur ár, en fluttu þaðan vestur að Hnífsdal svo á ísafjörð.
Ég sá Ragnheiði Rögnvaldsdóttur eitt sinn á efri árum
hennar og heyrði hana segja sitthvað frá fyrri árum, þegar
hún var ung stúlka. Þá var hún stundum hjá Stefáni föður-
bróður sínum í Berufirði. Hann færði frá ám sínum eins og
venja var á þeim árum. Hjá ánum var setið frammi í Beru-
fjarðarfjalli. Þær voru reknar inn til mjalta í stekk, sem var
frammi í Lækjum framanvert við Berufjarðarvatn, skammt
frá þeim stað, sem hótelið Bjarkarlundur er nú. Ragnheiður
vann að mjöltum ásamt annarri stúlku. Að mjöltum loknum
báru þær mjólkurföturnar mállega, þ.e. kvölds og morgna út
að Berufirði, en það er alllöng leið, fast að tveimur kíló-
metrum. Sagði Ragnheiður að það hefði togað í handleggina
á lítt hörnuðum unglingi, eins og hún var þá. Ragnheiður
var nærfærin við menn og skepnur og hafði áhuga á hjúkrun.
Hún var því hjá Oddi Jónssyni lækni á Miðhúsum um tíma
og aðstoðaði hann við lækningar sínar.
Oddur skar upp fólk í heimahúsum. Sagði Ragnheiður að
sér væri ein slík ferð minnisstæð. Á Múlakoti í Þorskafirði
var húsfreyja, er hét Ingibjörg Sigurðardóttir, margra barna
móðir. Hún þjáðist af offylli, þ.e. sullaveiki. Ákvað Oddur
læknir að skera konuna upp til að reyna að lækna hana. Fór
hann fram að Múlakoti, lagði Ingibjörgu á fjalir, svæfði hana
og hóf aðgerðina. Sér til aðstoðar hafði Oddur læknir eins og
fyrr segir Ragnheiði. Þegar Oddur opnaði kviðarholið á
konunni, ullu út meinlætin. Við þessa sjón brá Ragnheiði
svo að hún ætlaði að hníga í ómegin. Oddur sá hvað verða
vildi og eins og á stóð, mátti hann ekki vera að því að stumra
yfir Ragnheiði. Þvert á móti þurfti hann á aðstoð hennar að
halda. Hann greip því til snöggra aðgerða. Hann gaf Ragn-
heiði eitt snöggt högg á vangann með hægri hendi sinni, og
það viðbragð bar tilætlaðan árangur. Ragnheiði rann í skap
við höggið og hún stóð sig vel í stykkinu við aðgerðina eftir
það. Ingibjörg í Múlakoti var flutt út að Kinnarstöðum