Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
þorna og myljast þá við allar forfæringar. Guðmundur leysti
það vandamál á auðveldan hátt, hann lét buna vatn yfir
hauginn sífelldlega úr kaldavermslulind, sem er þar skammt
frá. Ég má segja að brandur úr þessari námu hafi verið
eitthvað notaður undir katla á gufuskipum og í Gasstöðina
og e.t.v. í Elliðaárstöðina í Reykjavík.
Einnig eru munnmæli um að á Heinabergi sé geysistórt
brandtré ofan flæðarmáls, í svonefndum Stekkjarnesvog,
gangi inn undir bakkann. Úr þessu tré átti að vera höggvið
til eldsneytis árum saman og sé eftir af því enn. Enginn veit
nú nákvæmlega hvar þetta tré liggur, en svæðið er takmark-
að, en þykkt sandlag er í flæðarmáli þar.
Vísindamenn eru sammála um það að land rísi mjög ört
við Breiðafjörð, muni um 10—13 sm á öld. - Að vísu breytast
misjafnlega mörk háflóðs eftir aðstæðum, eftir því hvernig
landslag liggur við ágangi sjávar.
Menn hér á Ströndinni flokkuðu brandinn. Kölluðu
viðarbrand sumt af honum. í honum mátti sjá vígindi viðar-
ins og honum fylgdi jafnvel greinileg laufblöð, sjáanlegar
allar æðar og form. Plötur úr þessum brandi voru sveigjan-
legar nokkuð. Hin tegundin var algengari og líktist mest
útlendum kolum. Þjóðverjar rannsökuðu hitagildi íslensks
surtarbrands. Ef miðað er við töluna 10 á útlendum fyrsta
flokks kolum, þá var brandurinn 7.
Rétt fyrir seinna stríð og á stríðsárunum öfluðu menn
þessa eldsneytis. Var þá algjörlega hætt við að leita hans á
leirum, heldur sprengt berglagið eða klöppin ofan af brand-
inum. Varð að handmeitla holur í bergið fyrir sprengiefninu.
Þykkt bergsins var rúmur meter. Menn unnu þetta í félagi,
4-5 saman. Var þá sprengt í byrjun útfalls, síðan keppst við
að ná sem allra mestu áður féll að aftur. Ausa varð stans-
laust sjó úr gryfjunni meðan stóð á verkinu, var það erfiðast.
Má geta nærri hvert feikna erfiði þetta var. Þetta var unnið
frá mörgum bæjum hér á Ströndinni, þar til olían leysti
menn undan þessu.
Afrakstur þessa erfiðis var furðu mikill. Brandlagið var