Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 161
BREIÐFIRÐINGUR
159
Dagverðarnesi í Klofningshreppi árið 1818 og bjuggu þar til
1839, en þá dó Ragnheiður Magnúsdóttir 26. apríl það ár.
Árið eftir er Björn fluttur frá Dagverðarnesi og kominn að
Króksfjarðarnesi til Ragnheiðar dóttur sinnar, er þar var þá
í húsmennsku eða tvíbýli. Síðar flutti hann með henni að
Kambi í Reykhólasveit. Þar dó hann 9. nóvember 1850.
Stefán sonur Björns í Dagverðarnesi var vel hagur. Hann
fór á yngri árum sínum til Kaupmannahafnar og nam þar
söðlasmíði og fleirri smíðar. Þegar Stefán kom heim aftur
giftist hann frændkonu sinni, Kristjönu Sigmundsdóttur úr
Akureyjum. Hún var dóttir Sigmundar Magnússonar í
Akureyjum, en hann var bróðir Ragnheiðar húsfreyju í
Dagverðarnesi. Þau Stefán og Kristjana bjuggu 3 fyrstu árin „
í Akureyjum, 1835-1838, eða lengur. (Heimildir eru
óglöggar frá þessum árum). - I Akureyjum lenti Stefán í
hrakningum um jólaleytið 1836 með nafna sínum og frænda,
Stefáni Eggertssyni, syni sr. Eggerts prests á Ballará. Á
þessum árum voru oft mikil ísalög á innanverðum Breiða-
firði. Það var fyrir jólin 1836 að virtist göngufært á ísi úr
Akureyjum og til lands, að Fagradal um lá liggjandann
þegar sjór var kyrrastur og strauma gætti minnst. Á Þorláks-
dag lögðu þeir nafnar af stað úr Akureyjum og ætluðu til
lands í Fagradal og hugðust dvelja í landi um jólin hjá kunn-
ingjum og frændum. Þeir urðu frekar síðbúnir og var farið
talsvert að falla að er þeir lögðu af stað. Straumur var orðinn
þungur í eyjasundum og ísinn rak til og frá. Komust þeir
ekki alla leiðina til lands og urðu að setjast fyrir í eyðiey,
Fagurey. Þar urðu þeir að hírast fram á 3ja dag jóla er
Ólafur bóndi í Innri-Fagradal sótti þá á báti.
Frásöguþáttur af þessum hrakningum birtist í tímaritinu
Breiðfirðingi, 5. árgangi 1946. Er það mjög góð og læsileg
frásögn, en ártalið er rangt, sagt 1842, en þá er Stefán
Björnsson orðinn bóndi í Bæ í Króksfirði, er þar á manntali
1840-’45. Víðar munu líka vera til frásagnir af þessum
atburði og rek ég hann eigi nánar hér. Eins og fyrr segir, bjó
Stefán í Bæ. Hann bjó þar í 5 ár, þaðan flutti hann að Kambi
L