Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 105
BREIÐFIRÐINGUR
103
metra langt. Netin eru reidd á tveimur hestum. Farið er af
stað með útfallinu. Þegar ég kem að fyrstu lögninni klæði ég
mig í skinnbrók, sem nær upp undir hendur og á að vera
vatnsheld. Enda veitti ekki af, því það er oft kaldsamt í
slæmu veðri í svona vinnu. Vorkópaveiðin byrjar um miðjan
maí og helst út júní. Fyrstu netin eru lögð í lögnum, sem
næst eru landi. Fylgir maður svo útfallinu og teymir hestana
með sér. Þeir bíða rólegir meðan hvert net er lagt og verður
maður að hafa sig allan við að klára að leggja netin áður en
aðfallið kemur. Það kemur oft með miklum hraða og getur
króað mann af, ef maður hefur ekki gát á. Liggja svo netin
til næsta flóðs. Þegar hálffallið er út fer ég að vitja um þau,
hvort sem er á nóttu eða degi og þá einn á ferðinni. Þegar að
fyrstu lögninni er komið, klæði ég mig í skinnbrókina og veð
út að netinu. Ef lifandi selur er í netinu, er hann rotaður
með „selakepp“, sem ég hef alltaf með mér. Síðan er selur-
inn skorinn og blóðið látið renna úr honum. Selirnir koma
inn með aðfallinu, kóparnir eru nokkurra vikna gamlir og
mjög forvitnir, synda oft beint í netin, en mjög sjaldan koma
fullorðnir selir í þau. Oftast eru kóparnir dauðir þegar
komið er að þeim. Þegar þeir koma í netið snemma með
aðfallinu er orðið svo djúpt um háflæði, að þeir geta ekki lyft
sér upp á yfirborðið og drukkna þeir þá. Ef selurinn kemur
í netið þegar mikið er fallið út, er hann vanalega lifandi
þegar að er komið. Ef netið kemst á þurrt, rífur hann sig oft-
ast úr því. Eftir að búið er að ná selnum úr netinu er hann
dreginn upp á sker, sem ekki fer í kaf, byrgður með þangi og
grjóti og sóttur á hesti á næstu fjöru.
Brúðkaup
Ég man vel eftir deginum 8. júlí 1916. Veður var hið feg-
ursta, sólskin og logn og Króksfjörðurinn lá sléttur sem
spegill. Túnið glóði í sóleyjum og fíflum og fuglasöngur
ómaði í lofti.
í Króksfjarðarnesi var í gangi mikill undirbúningur undir