Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 63

Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 63
BREIÐFIRÐINGUR 61 staðar! vitrir fuglar eins og lóur og mýrisnípur sem kúra sig í sinuþúfum og fela sig í lengstu lög, heimskir ruglukollar eins og stelkurinn og spóinn, sem þvælast fyrir fótum okkar blaðrandi, ísmeygilegir eins og hreiðrið væri nú einmitt hér og svo hér. En við fundum þau öll og fylgdumst með þeim þar til einn daginn að lítil nef brutu skilrúmið milli upphafs síns - og því miður, stundum endis. Skæðir óvinir liðu hér yfir móunum á breiðum vængjum og skyggndu hverja þúfu. En svo gómsæt sem egg eru þykir þó unginn meiri fengur enda gerast nú vandsaddir munnar svartbaksunga í eyju, hrafns í fjalli. En hærra yfir svimhárri fjallsriminni, sem skýlir þessari strönd, svífur konungur konunga, einmana örn. Stoltur sem guð smalar hann bjargfuglabyggðir í tó og skriðu. Þeir flaksa stuttum vængjum í heimsku sinni og henda sér í sjóinn, þá lækkar sig hinn dökki skuggi og hremmir einn úr hópi flóttaskarans. En jafnvel klógula kon- unga sigrar elli kerling, flug hans er þyngra nú en fyrr upp í hásætið og gráar hærur lýta. Hvar er nú maki hans, ungar og hirð? Glæptust þeir hinir goðkynjuðu máske á vesölu hræi sem eitruð mannshöndin bar á gadd fyrir hrafn og ref? Eða er hlutverki hetjunnar lokið í landi sögu og brags sem hvort- tveggja varð þó til hennar vegna. En þá mun daufara yfir- bragð þessara slóða er aðkomnir móbúar byggja einir undir- hlíðar en fýlungi fjall. Náttúra er fjölskrúðug hér, truflanir eru eigi meiri en verið hefur um aldir, samúð fólksins og lífsins í kring er góð °g byggð á gagnkvæmu trausti. Lítil forvitin lömb gægjast yfir þúfu á þessa hávaðasömu véltækni sem komin var hér í hagann. Háfætt folöld reisa höfuð sín, ung og frjáls. Stóð margt gekk þar á mýrunum og höfðingi þess var Skjóni, jarpskjóttur 4 vetra foli er enn hélt eðli sínu og fáksprýði. Háði hann marga stórorustu ef ókunnan hest bar þar að. Voru hryssur hans stoltar mjög. Hvell eggjunaróp þessa Sik- ils rufu kyrrð kvöldsins og stormur ástríðna fór yfir holtin. En allsstaðar er maðurinn sami vargur í véum, einn dag var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.