Breiðfirðingur - 01.04.1997, Blaðsíða 75
TVÍTUGUR B ALLSTJÓRI SEGIR FRÁ
73
snúrur og öll hlífðarföt og sokkaplögg sett þar inn til þurrks
og geymslu. Þetta þurfti allt að taka til athugunar, svo að út-
vega sjö olíulampa og olíuofn til að hita húsið upp fyrir fólk
sem kæmi sveitt af göngu.
Við skemmtinefndin eða þrír dansglaðir guttar komum saman
til að ganga endanlega frá þessu á fimmtudagskvöldið. Þá var
skipt með sér verkum. Ég var kosinn með tveim atkvæðum
móti einu til að setja skemmtunina og stjórna ballinu, en hinir
skiptu á milli sín að sjá um kaffiveitingar og aðstoð alla við
gesti okkar, einkanlega að sjá um dömurnar, að þær vantaði
ekkert. Svo skrifaði hver hjá sér það sem hann átti að koma
með, en leirtau og borðbúnað fékk ég hjá mömmu því ég bjó á
staðnum. Svo áttu allir að vera komnir ekki seinna en kl. 5 e.h.
Nú var bara að bíða og vona að góða veðrið og gangfærið
héldist.
Nútíma ungmenni hefðu bara opnað fyrir sjónvarpið og séð
á skjánum sprenglærða og myndarlega veðurvitringa, sem
gætu séð og lýst veðrinu frá suðurströnd Grænlands, austur
fyrir Norður-Noreg og ísland sem brennipunkt í miðju hafi
með hæðum og lægðum og þrýstilínum til allra handa og því
séð veðurbreytingar fyrir marga daga í einu. En við fyrir 50
árum höfðum aðallega snjótittlingana fyrir veðurvitringa og ef
þeir fóru að koma heim á bæina í stórum hópum, þá vissi það
alltaf á vont veður. Ef rosabaugur var í kringum tunglið, þá
kom óveður úr þeirri átt sem dyrnar á rosabaugnum vísuðu til.
Ef norðurljósin leiftruðu vissi það á storm, eins ef mikið far
var í skýjunum vissi það líka á storm. Svo mátti greina dökk
eða grá óveðurský. Ef fór að heyrast í fossinum og hann fór að
rjúka, þá var víst að norðanátt var í aðsigi. Morgunroðinn
vætti, en kvöldroðinn bætti, og á sumrin ef hrossagaukurinn
söng mikð og kjóinn vældi, þá vissi það alltaf á vætu.
Nú var ekkert af þessu sjáanlegt, en seint á fimmtudags-
kvöldið fór hann að draga upp bliku á vesturloftið, en hann
greiddi það stundum til aftur, svo maður varð að vona það
besta. Með bjartar vonir hvarf maður inn í draumalandið, en er
maður vaknaði á föstudagsmorgun var allt orðið skýjað og