Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1997, Page 162

Breiðfirðingur - 01.04.1997, Page 162
160 BREIÐFIRÐINGUR Það er með ólíkindum, að aldrei skyldi koma að mér ótti, aldrei nokkurt volæði, og þótt ég mókti annað slagið, þá var ég oft með fullri meðvitund. Sem áður sagði kom að mér sú hugsun að biðja guðinn um hjálp, en fannst það raunar fráleitt, því ef guðinn var til og hafði skapað mig, þá hlyti hann að hafa ætlast til að ég stæði mig eins og fullgildur maður á þess- ari jörð, án þess ég héngi volandi fyrir framan ímynd hans. Hins vegar var mér nærtæk hugsun um dauðann og nær viss um að allt væri búið með honum. Eitthvað úr fyrri reynslu minni gerði mig sáttan við þann mikla jöfur. Þann tíma er ég var þarna kvaddi ég með þeirri vissu, að djúpt í vitund sinni óttast maðurinn ekki dauðann sem slíkan, heldur mun ráða mestu hin sára kvöl er rís við þá hugsun að hverfa fyrir fullt og allt frá þeim er hann elskar ásamt þeim gildum öðrum er lífið hefur veitt honum. Afram þokaðist tíminn án mikilla óþæginda, ég var rólegur með þá tilfinningu að hér biði ég dauðans. Undir morgun rann á mig djúpur höfgi er ég svam í til hádegis, að ég tók að rumska og snúa til höfði undan heitum strokum er fóru um andlit mitt og lágu eymdarlegu ýlfri. Þarna var kominn hund- ur, er rak trýnið framaní mig og sleikti mig ákaft. Svo heyrði ég kallað á hundinn, er lét sem ekkert væri. Aftur var kallað, og þá spratt af vörum mér hróp. Það var ekki fyrr dáið út en yfir mér stóð maður er spurði, hvurn fjandann ég væri að gera þarna. Og nú gerðist það, sem kannske er örðugast að trúa í tengslum við þetta slys. Ég svaraði honum skýrri eðlilegri röddu eins og ekkert væri að mér, að ég væri slasaður. Hann hnusaði við og taldi þetta leikaraskap af mér, því hann þekkti mig og vissi að ég var ekki vanur að fara troðnar slóðir. En þegar ég hinn rólegasti sagði honum að ég væri fótbrotinn og kannski með skemmdan hrygg og hefði legið þarna alla nótt- ina, þá heyrði ég hann segja: Guð hjálpi mér, og jafnskjótt var hann horfinn og hundurinn með honum. Þótt ég væri vaknaður, þá svam samt í mér óvissa um hvort þetta hefði verið raunveruleiki og að ég yrði sóttur, og með þá hugsun lá ég án frekari heilabrota, þar til ég heyrði í bílflautu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.