Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 25
BREIÐFIRÐINGUR 25
Dalabyggð, t.d. heilsugæsla, tannlæknaþjónusta, lyfsala, verslun, veit-
ingasala, banki, pósthús, vínbúð, flutninga- og bifreiðaþjónusta, búvöru-
verslun, rafvirki, trésmiðjur, stálsmiðja, blómabúð og hárgreiðslustofa.
Lögreglustöð er í Búðardal og þar er einn lögreglumaður búsett ur
og starfar hann fyrir Lögregluumdæmi Vesturlands. Útibú sýslumanns-
embættisins á Vesturlandi er í Búðardal.
Fjöldamörg skáld eiga uppruna sinn í Dölunum eða hafa verið búsett
þar, en upplýsingar um þau er að finna á vef Dalabyggðar, dalir.is
Nokkrar hátíðarsamkomur eru fastur liður í lífi Dalamanna og má
þar nefna Jörvagleði sem haldin er annað hvert ár í apríl og árið á móti
er bæjarhátíðin „Heim í Búðardal“ haldin í júlí. Haustfagnaður Félags
sauðfjárbænda og Ólafsdalshátíðin eru árlegir viðburðir í Dölum.
Sveitarfélagið er bæði víðfeðmt og strjálbýlt. Skólabílar eru margir
og sumar akstursleiðir langar. Fólksfækkun hefur verið viðvarandi eins
og víða þar sem landbúnaður er mikill. Atvinnulíf er frekar einhæft,
hærra launuðum störfum hefur fækkað, meðaltekjur á hvern íbúa
eru lágar og fjármagn skortir því almennt til uppbyggingar. Þörf er á
BYGGÐIRNAR
Myndin var tekin á Sturluhátíð í fyrra þar sem haldið var upp á 800 ára fæðingar af
mæli skáldsins mikla. Á myndinni eru á fremsta bekk meðal annarra Einar Guðfinns
son, forseti Alþingis, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Olemic
Thommessen, forseti norska stórþingsins, Einar Kárason, rithöfundur og Guðrún
Nordal forstöðumaður Árnastofnunar. Myndina tók Steindór Logi Arnarson.