Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 92
BREIÐFIRÐINGUR92
meðlimir Bréflega félagsins uppfylla þessar kröfur er álitamál og vert
að ræða frekar. Endanlegt svar er væntanlega ekki í boði að svo stöddu.
Aftur á móti er mín skoðun sú að þetta hafi verið femínísk aðgerð hjá
meðlimum Bréflega félagsins þegar hún er sett í sögulegt samhengi.
Þegar öllu er á botninn hvolft er aðalatriðið hvort þarna sé um eðlis- eða
stigsmun að ræða. Að mínu mati er það í öllu falli stigsmunur. Því get
ég ekki annað sagt en að Guðmundur Einarsson og Ólafur Sívertsen,
ásamt hinum meðlimum Bréflega félagsins, töldu sér ekki stafa ógn af
konum og voru sammála um að efla þyrfti vald þeirra.
Tilgangur þessarar rannsóknar var annars vegar að sýna fram á
hvernig hægt er að efla vald kvenna með því einu að minnast á þær,
taka þær með í reikninginn, og hins vegar hvernig hægt er að beita
orðræðu til þess að þegja þær í hel. Bréflega félagið gaf konum vald til
að skrifa, hugsa, nota gagnrýna hugsun, með því að útiloka þær ekki
í orðræðunni líkt og margir lærðir karlmenn gerðu alla nítjándu öld.
Það sem vakti fyrir mér með þessari rannsókn var að sýna fram á og
gagnrýna ríkjandi samfélagsgerð og valdastrúktúr. Ég reyni ekki að
skorast undan þeirri ábyrgð. Ég vona að rannsókn mín sé þarft innlegg
í umræðuna og nýtist til áframhaldandi sagnfræðirannsókna. Að því
sögðu vil ég ítreka að þessi rannsókn er langt í frá tæmandi og vonandi
leiðir hún til frekari spurninga, gagnrýninnar hugsunar og jafnvel til
þess að fólk taki ákveðnum hugmyndum síður sem sjálfsögðum hlut.
Prentaðar heimildir
Andersen, Margaret L, Thinking about Women, Sociological Pers pectives on Sex and
Gender, 7. útg. (Boston, 2006).
Bennett, Judith M. History Matters, patriarchy and the challenge of feminism,
Philadelphia, University of Pennsylvania Press 2006.
Eiríkur Þormóðsson, „Handskrifuð blöð“, Alþýðumenning á Íslandi 1830–1930,
Ritað mál menntun og félagshreyfingar. Ritstj. Ingi Sig urðs son og Loftur Guttormsson.
Reykjavík, Háskólaútgáfan 2003, bls. 67–90.
Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur: menntun kvenna og mótun kyngervis á
Íslandi 1850–1903. Reykjavík, Háskólaútgáfan 2011.
Erla Hulda Halldórsdóttir, „Sem einn maður, orðræða um hjónaband á nítjándu öld“,
Kvennabarátta og kristin trú. Ritstj. Arnfríður Guðmundsdóttir og Kristín
Ástgeirsdóttir. Reykjavík, JPV 2009, bls. 87–106.