Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 121
BREIÐFIRÐINGUR 121
dæmis til brennslu eða mótunar, í stór verk eða lítil verk, svört eða brún
verk. Það eru alla vega „núansar“. En þegar ég kynntist svo íslenska
leirnum upp úr 1990 fór hann að banka á, það var hann sem vildi vera
með mér – og ég með honum. Hann er ekkert auðveldur og það tók mig
svona tíu ár að gefast honum, hann bankaði fastar á.
Sambandið við leirinn er svolítið sérstakt, hann einhvern veginn
eignaðist mig, ég fann að hann var sérstakur, ekki var alveg hægt að
reiða sig á hann, maður gat ekki boðið honum hvað sem var. Ég tók
þá ákvörðun að hefja samstarf við efnið, held að það hafi verið mjög
gæfuríkt að ég ætlaði að vinna
með honum en ekki með hann.
Ég gat því spurt hann og skoðað
hann, hvað vilt þú vera, í hverju
ert þú bestur. Eins og maður gerir
með svo margt annað, til dæmis
nemendur í kennslu, maður
vinnur með einstaklinga og
skoðar allt út frá því. Það finnst
mér svo verðmætt. Þannig leit
ég á leirinn. Þó svo að þetta væri
steindautt efni í margra augum
hafði hann ákveðinn karakter sem ég þurfti að koma auga á og vinna
svo út frá því.
Ég hafði skoðað nokkrar skýrslur úr rannsóknum sem gerðar höfðu
verið á íslenskum leir í gegnum tíðina. Það hafði verið gert með
ákveðnu markmiði, aðallega fyrir Dalamenn, þeir eiga mikið af leir í
Dölunum og höfðu látið sér detta í hug að hefja framleiðslu á keramiki
úr honum. Það höfðu verið gerðar nokkrar tilraunir og skýrslur gefnar
út, eftir þær tilraunir sem gerðar voru á vegum hins opinbera en þar
stóð alls staðar að hann væri ekki góður, það væru mikil afföll, mikil
rýrnun og bara fullt af mínusum í þessum skýrslum. En ég tók eftir
einni setningu: „Hugsanlega er hann góður í grófara keramik svo sem
gólfflísar.” Þetta var eiginlega setningin sem ég byggði á í byrjun. Og
ég hreinlega spurði hann. Ég spurðist fyrir í Dölunum, ég vissi að fólk
STYKKISHÓLM