Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 79
BREIÐFIRÐINGUR 79SAGNFRÆÐINGAR SKRIFA UM BREIÐAFJÖRÐ
hreyfihamlaðra. Einnig er oft býsna langt á milli sögustaðanna, sem
verður að teljast ókostur. Efnið sem sagt er frá er vissulega nokkuð
sértækt og því ekki víst að það henti öllum, en það er ef til vill nokkuð
óraunhæf krafa hvort eð er. Svæðið er vissulega stórt og getur það
virkað sem ógnun. Veðurfar getur líka haft áhrif, eins og með allar
útisýningar. Vegasamgöngur eru sums staðar nokkuð lélegar, einkum
á Barðaströnd, þar sem enn er nokkuð um malarvegi. Tækifærin eru
aðallega þau að með þessu verkefni er leitast við að kynna nýjustu
rannsóknir á viðfangsefninu, nokkuð sem ekki er mikið gert af á
almennum sýningum. Verkefnið er jafnframt gott tækifæri til að auka
samvinnu sveitarfélagana á svæðinu á sviði menningarferðaþjónustu.
Einnig er verkefnið liður í eflingu ferðaþjónustu og menningarstarfsemi
á Breiðafjarðarsvæðinu.
Sögusýning
Sögusýningin Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð: Breiðafjörður
og Norður-Atlantshafið 1300–1700 er sjálfstæð sýning, sem þó er, eins
og sagði áður, hluti af stærra verkefni, Sögu Breiðafjarðar. Segja má að
sýningin sé nokkurs konar gluggi inn í þær rannsóknir sem unnið er að í
Sögu Breiðafjarðar en á sýningunni verður þessum rannsóknum miðlað
til gesta. Stefnt er að því að sýningin verði fyrst sett upp í Norska húsinu
í Stykkishólmi, byggðarsafni Snæfellinga og Hnappdæla, sumarið 2015
en sýningunni er síðan ætlað að verða farandsýning í kjölfarið, með
viðkomu á hinum ýmsu stöðum og sýningarýmum við Breiðafjörð.
Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð fjallar um sögu viðskipta
og verslunar Englendinga, Norðmanna, Þjóðverja og Hollendinga við
Breiðafjörð, og samskipti þeirra við valdafólk á svæðinu. Kjarni sýn-
ingarinnar er vissulega Breiðafjörður og Norður-Atlantshafið á árunum
1300–1700 en sýningin hverfist þó fyrst og fremst um Hansasambandið
og áhrif þess hér við land.
Við tillögur að hönnun sýningarinnar, sem birtust í meistaraverkefni
Valgerðar Óskarsdóttur, Miðstöðvar og mangarar við Breiðafjörð:
Breiðafjörður og Norður-Atlantshafið 1300–1700. Hugmynd að gerð
sýningar um sögu viðskipta og verlsunar við Breiðafjörð, var leitast við