Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 149
BREIÐFIRÐINGUR 149
var bóndi á Melum. Sem betur fer var hún langamma mín komin yfir
móðuna miklu þegar Valgeir sonur hennar, Guðmundur dóttursonur
hennar og Ólafur litli langömmudrengurinn hennar hurfu saman í hafið
einn haustdag 1935 og hlutu þar sína votu gröf. Hjá þeim á Ytrafelli
hafði hún átt athvarf síðustu sautján árin sín.
En „önnur kynslóð tekur við af hinni“ eins og Tómas sagði forðum.
Af fimmtán börnum þeirra Björns og Agnesar, ungu hjónanna sem
lögðu á heiðina forðum daga, komust níu upp, þar af settust sex að í
Dalasýslunni. Guðfinnur afi minn bjó í Litla-Galtardal á Fellsströnd,
Ólafur bróðir hans og síðar Guðmundur bróðir hans urðu bændur á
Melum á Skarðsströnd, Hólmfríður varð húsmóðir í Vogi á Fellsströnd,
Ingibjörg húsmóðir í Belgsdal í Saurbæ og Valgeir varð bóndi á Ytra-
felli á Fellsströnd.
Öll giftust þau innfæddum Dalamönnum. Sé litið til næstu kynslóðar
þá bjuggu Matthías og Gestur Guðfinnssynir á Ormsstöðum, Ólafía
dóttir Ingibjargar var húsmóðir á Gilsfjarðarbrekku og Jóakim sonur
Ingibjargar var bóndi í Belgsdal. Ingólfur sonur Hólmfríðar bjó í Vogi,
Jófríður dóttir Hólmfríðar var húsmóðir á Hallsstöðum og sonur hennar
Einar varð bóndi þar. Guðmundur sonur Jófríðar bjó síðan í Túngarði
og í Skógum og Friðjón sonur hans er nú bóndi á Hallsstöðum en hann
er barnabarnabarnabarnabarn Ólafs og Ingibjargar!
Góð búbót
Sé litið til afkomenda Matthíasar, sonar Ólafs og Ingibjargar, sem einnig
flutti vestur hafa ættliðirnir runnið mun hægar fram. Hans Matthíasson
bjó á Orrahóli og þar býr nú sonur hans Börkur, barnabarnabarn Ólafs.
Á tvíbýlinu Lyngbrekku, sem er nýbýli úr landi Orrrahóls, búa hjónin
Sigurður Björgvin Hansson og Bára Hvammsfjörð Sigurðardóttir og
sonur þeirra Kristján Hans með konu sinni Jenny Ingrid Helenu Nils-
son. Lára systir þeirra Orrahólsbræðra býr á Á á Skarðsströnd. Bróðir
Hans á Orrahóli, Matthías, var bóndi á Hömrum í Laxárdal.
Daníel, sonur Ólafs og Ingibjargar, sem einnig flutti vestur í Dala-
sýslu, gerðist bóndi að Hvammi í Hvammssveit og giftist þar Ingi björgu
Magðalenu Bjarnadóttur. Hann lést aðeins 22 ára, eftir fárra ára sam-