Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 94
BREIÐFIRÐINGUR94
Einokunarversluninni á Íslandi var aflétt með konunglegri tilskipun þann 18. ágúst 1786.1 Var nú „öllum Ísland innbyggendum í
sjálfs valdi, að hafa skipti sín í kaupum og sölum ei einúngis við
hvern helzt útboða – heldur og einnig hvern helzt kaup-stað þeir
vilja, án þess að þeir á nokkurn hátt skuli bundnir vera við eitt hérað,
landspláz eður stað, öðrum fremur.“2 Tilskipunin kom sér vel fyrir
viðskiptavini verslunarinnar en þó örlaði enn á takmörkunum þegar
kom að kaupmönnunum sjálfum. Þær stöfuðu fyrst og fremst af því að
samhliða afnámi einokunarverslunarinnar var sex höfnum á Íslandi, í
„Reykjavík, Grundarfirði, Skutuls- eða Ísafirði, Akureyri eður Eyjafirði,
Eskjufirði og Vestmannaeyjum“ veitt kaupstaðarréttindi.3 Tilgangurinn
var að gera kaupstaðina að miðstöðvum verslunar og iðnaðar í land-
inu og að koma eignum konungsverslunarinnar síðari í söluferli. Í
kaupstöðunum áttu kaupmenn, íslenskir og danskir, að hafa aðsetur
fyrir verslun sína en máttu síðan reka minni verslanir á stöðum innan
kaupstaðarsvæðisins. Þeir máttu hins vegar eiga viðskipti hvar sem var
á landinu og einnig innan alls Danaveldis. Þá var tollur afnuminn á
öllum inn- og útflutningsvörum frá Íslandi næstu 20 árin og reynt var
1 Lovsamling for Island, V. bindi, bls. 301–316; Eiríkur G. Guðmundsson: Saga
Fróðárhrepps. Sjávarbyggð undir Jökli. Átthagafélag Fróðhreppinga, [Akranes], 1988,
bls. 304; Sigfús Haukur Andrésson: „Eignir einokunarverzlunar konungs á Íslandi og
sala þeirra árin 1788-1789“. Skírnir, 133. árg., 1959, bls. 148.
2. Lovsamling for Island, bls. 323
3 Lovsamling for Island, bls. 322.
Verslun á Grundarfirði
á fyrstu árum fríhöndlunar
Kristbjörn Helgi Björnsson