Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 40
BREIÐFIRÐINGUR40
ef Ari hefði einnig samið verk sem kallaðist Breiðfirðingabók? Ekki er
loku fyrir það skotið að slík bók hafi verið til. Í Hauksbók, sem rituð
er upp úr 1300, er getið um „Breiðfirðinga kynslóð“ sem Brandur príór
ritaði.2 Sá Brandur er annars óþekktur og ekki ljóst hvers eðlis verk
hans hefur verið.
Ari fróði er fyrsti Breiðfirðingur Íslandssögunnar, einfaldlega vegna
þess að Íslandssagan varð til á dögum hans og að hluta til fyrir hans
tilstilli. Fleiri ástæður eru þó fyrir því að freistandi er að miða við Ara
sem upphafspunkt þegar saga Breiðafjarðar er rakin. Við höfum nokkra
ástæðu til að ætla að hugmyndir okkar um sögu landnáms í Breiðafirði
og héraðsins á fyrstu öldum byggðarinnar séu litaðar af sýn Ara fróða
á hana. Því er ástæða til að staldra við og reyna að glöggva okkur á
því hvað Ari og samtíðarmenn hans vissu eða töldu sig vita um sögu
landnáms og fyrstu byggðar við Breiðafjörðinn.
Hugmyndir Ara fróða um
fyrstu byggð við Breiðafjörðinn
Í handriti einu, sem hefur það einna helst unnið sér til frægðar að þar
er að finna elstu drög að Melabók Landnámu, má einnig finna stutta
klausu um ævi Snorra goða.3 Vera má að klausan sé samin af Ara
fróða og eru þau rök helst fyrir því að tilvitnun í Ara í Laxdælasögu er
nokkurn veginn samhljóða henni.4 Þetta er vísbending um að Ari hafi
skrifað sérstaklega um breiðfirskan höfðingja. Það þarf ekki að koma
á óvart að Snorri skyldi verða fyrir valinu. Í Íslendingabók er Þuríður,
dóttir Snorra goða, nefnd sem einn af heimildarmönnum Ara fróða
og styrkir það óneitanlega grun um að Ari hafi haft sérstakan áhuga
á Snorra. Einnig má benda á að samkvæmt sögum var Snorri ábúandi
á Helgafelli áður en forfeður Ara fluttust þangað.5 Það er því afar
2 Íslenzk fornrit I, bls. 137.
3 Sjá Sveinbjörn Rafnsson, „Um Staðarhólsmál Sturlu Þórðarsonar“, Skírnir 159 (1985),
143–59, bls. 148-49.
4 Einar Ól. Sveinsson, „Formáli“, Íslenzk fornrit IV. Eyrbyggja saga. Grænlendinga
sögur, útg. Einar Ól. Sveinsson og Matthías Þórðarson, Reykjavík, 1935, v-lxvi, bls. xi-
xiii,.
5 Íslenzk fornrit I, bls. 4, Íslenzk fornrit IV, bls. 24–26, 152–53, 186.