Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 111
BREIÐFIRÐINGUR 111SAGNFRÆÐINGAR SKRIFA UM BREIÐAFJÖRÐ
er virðist einnig kotbændur og almennir sjómenn. Brimarar keyptu
aðallega skreið en einnig lýsi, lax og kindakjöt. Þeir seldu matvörur
eins og mjöl, malt og bjór, vefnaðarvörur og fatnað eins og dúka, buxur,
skyrtur, hatta og skó. Enn fremur búsáhöld og málmvörur, potta og
kirnur, skeiðar og ásmundarjárn. Timbur til bátasmiða, vax til lýsingar
og margt fleira.
Eftir að Musterman drukknaði braust út deila um verslunarleyfið.
Ekkja Mustermans, aðrir kaupmenn í Brimum og maður að nafni Joc h-
im Kolling up dem Huck, voru flækt í þessa deilu. Eftir töluvert japl og
fuður fékk Kolling leyfið fyrir Kumbaravogi árið 1580. Hann stofnaði
félag í Aldinborg um verslunarreksturinn á Íslandi. Árið 1585 voru
félagar orðnir 29, meðal þeirra Johann greifi af Aldinborg. Í júlí 1585
fékk félagið leyfi fyrir Grundarfjörð og Nesvog. Af öllum líkindum
höfðu Brimarar fyrr haft einhvers konar útibú í Nesvogi, sem var þjónað
með litlu skipi frá Kumbaravogi, en þýsk skip höfðu leyfi til að hafa eitt
eða tvö lítil skip til vöruflutninga á hvert úthafsskip.
Frá tímum verslunar Aldinborgara á Íslandi er varðveitt viðskipta-
mannabókhald frá árinu 1585. Þar er að finna upplýsingar um verslun-
ina i Kumbaravogi. Svo virðist sem verslunarsvæði Aldinborgara árið
1585 hafi verið nokkru minna en Brimara frá 1558. Verslunarsvæðið
nær samt um allan miðhluta norðurstrandar Snæfellsness, yfir á suð-
ur strönd nessins og Hnappadalinn, svo og til Breiðafjarðareyja. Versl-
un arvörurnar eru að mestu leyti þær sömu og 1558 nema hvað nú eru
útgerðarvörur áberandi, svo og timbur til bátasmíða eins og kilir og
bátsstefni. Að öðru leyti eru viðskipti með svipuðum hætti og áður,
vöruskipti með skreið sem reikningseiningu og enginn vafi leikur á því
að verslunin er að töluverðu leyti lánsviðskipti. Aldinborgarar virðast
hafa átt viðskipti á Íslandi a.m.k. til ársins 1593 án þess að komið
hafi til árekstra. Árið 1593 fékk Carsten Bake frá Brimum leyfi fyrir
Kumbaravogi og Nesvogi. Aldinborgarar hafa að því er virðist verið
seinir til að sækja um endurnýjun leyfis síns. Eigi að síður sendu
Aldinborgarar skip til Íslands. Þegar skipið kom á Nesvog var skip frá
Brimum þar fyrir. Þeir höfðu rifið niður búð Aldinborgara og reist sér
nýja. Aldinborgar endurreistu sína búð til verslunarreksturs. Brimarar