Breiðfirðingur - 01.05.2015, Page 111

Breiðfirðingur - 01.05.2015, Page 111
BREIÐFIRÐINGUR 111SAGNFRÆÐINGAR SKRIFA UM BREIÐAFJÖRÐ er virðist einnig kotbændur og almennir sjómenn. Brimarar keyptu aðallega skreið en einnig lýsi, lax og kindakjöt. Þeir seldu matvörur eins og mjöl, malt og bjór, vefnaðarvörur og fatnað eins og dúka, buxur, skyrtur, hatta og skó. Enn fremur búsáhöld og málmvörur, potta og kirnur, skeiðar og ásmundarjárn. Timbur til bátasmiða, vax til lýsingar og margt fleira. Eftir að Musterman drukknaði braust út deila um verslunarleyfið. Ekkja Mustermans, aðrir kaupmenn í Brimum og maður að nafni Joc h- im Kolling up dem Huck, voru flækt í þessa deilu. Eftir töluvert japl og fuður fékk Kolling leyfið fyrir Kumbaravogi árið 1580. Hann stofnaði félag í Aldinborg um verslunarreksturinn á Íslandi. Árið 1585 voru félagar orðnir 29, meðal þeirra Johann greifi af Aldinborg. Í júlí 1585 fékk félagið leyfi fyrir Grundarfjörð og Nesvog. Af öllum líkindum höfðu Brimarar fyrr haft einhvers konar útibú í Nesvogi, sem var þjónað með litlu skipi frá Kumbaravogi, en þýsk skip höfðu leyfi til að hafa eitt eða tvö lítil skip til vöruflutninga á hvert úthafsskip. Frá tímum verslunar Aldinborgara á Íslandi er varðveitt viðskipta- mannabókhald frá árinu 1585. Þar er að finna upplýsingar um verslun- ina i Kumbaravogi. Svo virðist sem verslunarsvæði Aldinborgara árið 1585 hafi verið nokkru minna en Brimara frá 1558. Verslunarsvæðið nær samt um allan miðhluta norðurstrandar Snæfellsness, yfir á suð- ur strönd nessins og Hnappadalinn, svo og til Breiðafjarðareyja. Versl- un arvörurnar eru að mestu leyti þær sömu og 1558 nema hvað nú eru útgerðarvörur áberandi, svo og timbur til bátasmíða eins og kilir og bátsstefni. Að öðru leyti eru viðskipti með svipuðum hætti og áður, vöruskipti með skreið sem reikningseiningu og enginn vafi leikur á því að verslunin er að töluverðu leyti lánsviðskipti. Aldinborgarar virðast hafa átt viðskipti á Íslandi a.m.k. til ársins 1593 án þess að komið hafi til árekstra. Árið 1593 fékk Carsten Bake frá Brimum leyfi fyrir Kumbaravogi og Nesvogi. Aldinborgarar hafa að því er virðist verið seinir til að sækja um endurnýjun leyfis síns. Eigi að síður sendu Aldinborgarar skip til Íslands. Þegar skipið kom á Nesvog var skip frá Brimum þar fyrir. Þeir höfðu rifið niður búð Aldinborgara og reist sér nýja. Aldinborgar endurreistu sína búð til verslunarreksturs. Brimarar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.