Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 173
BREIÐFIRÐINGUR 173
friðlýsta rétt sem þar á að vera (sbr. Ágúst Ólafur Georgsson 1990) og
sagt er frá í Eyrbyggja sögu. Okkur brá þó heldur betur í brún þegar inn
í Hraundal var komið því það sem við fundum þar er að okkar mati alls
engin rétt heldur selstaða og verður í þessari grein rennt stuttlega yfir
þau rök sem við teljum okkur hafa fyrir því.
Réttin í Hraundal
Eftir því sem næst verður komist var fyrst greint frá umræddri rétt og
fundi hennar í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags árið 1927 af Þorleifi
Jóhannessyni en nokkrum áratugum áður hafði Sigurður Vigfússon leitt
að því líkur að réttin hafi staðið undir Arnarhóli (1893:21). Réttinni og
staðsetningu hennar er lýst á eftirfarandi hátt (Þorleifur Jóhannesson
1927:32):
Í Hraundal, sem gengur fram austanvert við Valabjörg (hið
forna selland Helgafells), er rjett mjög fornleg, hún er í hraun-
hvammi neð arlega í dalnum. Tvær smáar ár renna eft ir daln-
um, sín hvoru megin við hraunið, mynda þær, er þær renna
saman, neðst í dalnum, Laxá ina innri, er nú heitir Gríshólsá.
Rjettin er neðarlega í tungunni, aðalrjettin (almenningurinn)
10,90 mtr. á lengd og 8,70 á breidd. Fimm útúrbyggingar
(dil kar) eru við rjettina og í vesturhorni almenningsins er
kró lít il af hlaðin. Í hvamminum er tjörn lítil, við hana aust-
anverða er sjérstök tóft. Rjettin og hin sjerstaka tóft eru
hlaðnar úr hraungrjóti. Veggir, sem hlaðnir eru úr því, endast
mjög lengi.
Hvammur sá sem Þorleifur segir frá liggur í Hraundalnum vestanverðum.
Skammt frá hvamminum eða um 500 metrum sunnar er afar fallegur
foss en rétt sunnan við mynni hvammsins rennur lítill lækur og innst í
hvamminum er lítil tjörn. Miðað við allt kemur þó varla annað til greina
en að bæði hraunhvilftin og tjörnin séu þær sömu og Þorleifur lýsir hér
að ofan. Hvilftin og engjarnar handan árinnar eru furðulega sléttar sem
og hvammurinn sjálfur. Stafar þetta sennilega af því að hraunið undir
hindrar uppsöfnun vatns og þúfnamyndun á svæðinu.