Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 86
BREIÐFIRÐINGUR86
áhrif á viðfangsefni sitt og umhverfi. Þar sem valdastrúktúr nítjándu
aldar samfélags byggðist á stoðum feðraveldisins er hægt að gera
ráð fyrir því að ríkjandi karllæg orðræða hafi mótað stöðu og störf
kvenna. Í kjölfarið verður ákveðin orðræða eðlileg og viðtekin venja
en mikilvægt er að hafa í huga „að það skiptir líka máli vald þess eða
þeirra sem tala, það er áhrifavald orðræðunnar hvílir á samfélagslegri
stöðu einstaklingsins eða þeirrar stofnunar sem hann er fulltrúi fyrir“.8
Hugtakið „feðraveldi“9 er einnig eitt af lykilhugtökum þessarar rann-
sóknar og var nýtt sem greiningartæki þegar kom að því að greina
ríkjandi orðræðu samfélagsins og félagslega stöðu kvenna almennt á
Íslandi. Að nota „feðraveldi“ sem greiningartæki gerði mér í fyrsta lagi
kleift að lesa heimildirnar öðruvísi, með mun gagnrýnni hugsun en ég
hefði annars gert. Í öðru lagi tókst mér að skilja stoðir samfélagsins
betur en ég hef gert hingað til og þar að auki hversu feðraveldið og
valdastrúktúrinn voru rótgróin í samfélaginu á nítjándu öld. Í þriðja lagi
gerði ég mér grein fyrir því hversu mikil áhrif ríkjandi orðræða getur
haft á eitt samfélag. Og síðast en ekki síst hjálpaði það mér að greina
stöðu kvenna í gegnum ríkjandi viðhorf heldri karla.
Megináherslur eru að feðraveldið sé félagslegt og hugmyndafræðilegt
stjórnmálakerfi þar sem karlar ákveði hvaða hlutverki konur eigi
eða eigi ekki að gegna með þrýstingi. Þrýstingnum er beitt í gegnum
trúarlegar hefðir, lög og tungumál, siði, venjur, menntun og í gegnum
verkaskiptingu. Þannig helst félagsleg staða kvenna undir karlmanninum
og þetta kallast því kerfislæg kúgun. Í stuttu máli er hægt að lýsa því
8 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Sem einn maður, orðræða um hjónaband á á nítjándu öld“,
bls. 90.
9 Margir telja að túlkun femínista á feðraveldi og gagnrýnin á kerfið felist í því að ráðast
á alla karlmenn. Karlmenn eiga auðvitað þátt í viðhaldi feðraveldisins en það er ekki
þar með sagt að allir karlmenn geri það. Sumir karlmenn hafa stutt það og flestir aðrir
hafa notið „góðs“ af því. En ekki upplifa allir karlmenn jafnrétti eða jafnvirði innan
valdastrúktúrsins. T.d. þjást samkynhneigðir karlar innan kerfisins þar sem hómó-
fóbía helst gjarnan í hendur við kvenfyrirlitningu og hvort tveggja þrífst og dafnar í
feðraveldinu. Konur eru líka sekar um viðhald feðraveldisins, þær hafa stutt það, hagnast
af því og flestar hafa alið upp börn sín í samræmi við það. Sjá: Judith M. Bennett, History
Matters, bls. 57.