Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 124
BREIÐFIRÐINGUR124
Hvernig færðu leirinn? Ferðu sjálf inn í Búðardal og sækir hann?
Ég fæ leirinn minn frá Fagradal á Skarðsströnd. Hún Halla Stein-
ólfsdóttir, dóttir Steinólfs Lárussonar, býr í Fagradal ásamt manni sínum
Guðmundi Gíslasyni. Fljótlega eftir að ég setti Leir 7 af stað fóru þau
að vinna fyrir mig leirinn, grafa hann upp. Ferlið í því er að grafa hann
upp með vélskóflu og setja inn í skemmu; þar stendur hann í einhverja
mánuði en þá tekur Halla leirinn og bleytir upp í honum í steypuhrærivél,
sigtar hann í gegnum fínt sigti sem hefur ákveðna kornastærð, þurrkar
hann fyrir mig aftur og sendir mér eða ég nálgast hann. Leirinn setur
hún fyrir mig í tunnur og ég fæ sem sagt frá henni leirefnið sigtað. Ég
er því laus við þessa drulluvinnu sem ég var með fyrst, sem þyrfti í
rauninni að hafa alveg séraðstöðu fyrir. Þetta er þannig orðið að smá
hlunnindum hjá Höllu, að vera leirframleiðandi, en hún selur frá sér til
þeirra sem vilja kaupa, það er ekki bara ég sem fæ leir hjá henni. Hún
hefur sent leir til útlanda því fólk hefur verið forvitið að vita hvernig
hann er og kannski gert einhverjar tilraunir með hann. Enginn hefur þó
farið sömu leið og ég, að gera úr honum steypumassa og vinna á þennan
hátt. En kannski er vakning núna. Það er skemmtilegt fyrir hana Höllu
að hafa þetta sem aukabúgrein eða hlunnindi á sinni jörð.
Hefur þú alltaf verið hrifin af leir og leirgerð?
Já, síðan ég datt inn í keramikdeildina í Myndlistaskólanum, þá fann
ég að þetta var það sem ég vildi og þurfti að gera. Ég held að handverk
liggi svolítið í fólki, einhver krafa um að vinna í höndunum, kannski
er þetta meðfætt og ég held að það sé svolítið í mér. Kannski er þetta
ekki alveg bara lífið mitt en ég finn að ég verð að fá að vinna svona í
höndunum.
Finnst þér nytjahlutverk leirmunanna nauðsynlegt?
Nei, það er alls ekki nauðsynlegt. Keramik er orð yfir brenndan leir,
gamalt orð. Leir er hráefni eins og sandur og mold og hvað sem er
sem finnst í náttúrunni. En sértu búin að setja það í ofn og brenna það
eða hita það upp í ákveðna herslu geturðu talað um keramik. Það er
munurinn á leir og keramik.
Hvað af verkunum hefur gengið best?
Fyrsta varan sem ég ákvað að fara í að framleiða hér hjá Leir 7 var