Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 95
BREIÐFIRÐINGUR 95
að lokka iðnaðarmenn til að setjast að í kaupstöðunum. Þeim var m.a.
lofað styrkjum til að vinna að iðn sinni. Það eina sem þurfti til að mega
setjast að í kaupstöðunum var borgarabréf.4 Með slíkt bréf í höndunum
naut maður allra þeirra fríðinda sem boðið var upp á í kaupstaðnum.
Grundarfjörður var útnefndur sem höfuðstaður Vesturlands og
höfðu margir mætur á nýja kaupstaðnum. Væntingarnar voru miklar
í fyrstu, margir málsmetandi menn töldu Grundarfjörð heppilegan
sem kaupstað fyrir Vesturland5 og hafnarstæðið þótti einnig eitt það
besta við Breiðafjörðinn.6 Ólafur Stefánsson amtmaður hafði m.a. líkt
Grundarfirði við Reykjavík í greinargerð um málið frá árinu 1787.7
Amtmaður átti að hafa þar aðsetur en svo fór að hann kom aldrei í fjörð-
inn. Eflaust hefur viðhorf Ólafs þó ráðið mestu um að Grundarfjörður
var valinn og tekinn fram yfir aðra verslunarstaði. Ólafur var talsmaður
frjálsrar verslunar og taldi að „hvar einn hefir í eitt skipti höndlat ser til
hagnaðar, þar keppir hann við at koma aptr sem fyrst með nýiar vörur til
sölu, og nýs ávinnings.“8 Að hans mati var frjáls verslun forsenda þess
að þjóðin efldist og dafnaði því verslunin var forsenda fólksfjölgunar
í landinu. Hann vildi hins vegar að frjálsri verslun yrði komið á í
áföngum en ekki í einu vetfangi. Í fyrstu áttu kaupstaðirnir í Suður-
og Vesturamti að verða frjálsir verslunarstaðir en eftir árið 1790 mætti
koma á sama fyrirkomulagi í Norður- og Austuramti.9 En það var ekki
að eins ávinningurinn af versluninni sjálfri sem Ólafur taldi mikilvægan
varðandi frjálsa verslun. Honum þótti sárt að hugsa til þess að „inní
4 Lovsamling for Island, bls. 301–316.
5 Plum, Jakob Severin: Historien om min Handel paa Island. Mine Søereiser og Hendelser
i Anledning af Islande almindelige Ansøgning til Kongen om udvidede Handelsfriheder.
[Útg. ekki getið], Kaupmannahöfn, 1799, bls. 30–32.
6 Byggðir Snæfellsness. Ritnefnd Þórður Kárason, Kristján Guðbjartsson og Leifur Kr.
Jóhannesson. Búnaðarsamband Snæfellinga, [Stykkishólmur], 1989, bls. 194.
7 Sigfús Haukur Andrésson: Verzlunarsaga Íslands 1774–1807. Upphaf fríhöndlunar og
almenna bænaskráin. II. bindi. Verzlunarráð Íslands, Reykjavík, 1988, bls. 511; Þ.Í. I.J.s
7; 693.
8 Rit þess íslenzka Lærdóms lista Felags, V. árg., 1784, bls. 69.
9 Sigfús Haukur Andrésson: Verzlunarsaga Íslands 1774–1807. Upphaf fríhöndlunar
og almenna bænaskráin. I. bindi. Verzlunarráð Íslands, Reykjavík, 1988, bls. 336.
Þegar Ólafur setti fram skoðun sína hafði hann nýlega tekið við embætti amtmanns í
Vesturamtinu.
SAGNFRÆÐINGAR SKRIFA UM BREIÐAFJÖRÐ