Breiðfirðingur - 01.05.2015, Blaðsíða 63
BREIÐFIRÐINGUR 63SAGNFRÆÐINGAR SKRIFA UM BREIÐAFJÖRÐ
Rannsókn mín fékk nafnið „Hið breiðfirska lag – Vélvæðing í sjávar útvegi á Breiðafirði upp úr aldamótunum 1900 og breytingar
á sjósókn kvenna“. Nafnið, „Hið breiðfirska lag“, vísar til tveggja þátta
í samfélaginu, annars vegar voru smíðaðir bátar með sérstöku lagi, hinu
breiðfirska bátalagi. Þeir voru smíðaðir með náttúrulega þætti svæðisins
í huga og hentuðu vel til lendinga í misjöfnum fjörum.1 Hins vegar
taldist fólk af svæðinu hafa sérstakt útlit og skaphöfn. Aðkomufólk
lýsir grófgerðu fólki og báturinn var þarfasti þjónninn en ekki hesturinn
líkt og víða annars staðar á landinu.2 Bæði konur og karlar þurftu
að sinna róðrum, oft við erfiðar aðstæður, lífsbaráttan snerist að svo
miklu leyti um sjóinn.3 Breiðafjörðurinn var skoðaður sem heild líkt
og Sverrir Jakobsson gerir í rannsókn sinni á hinum breiðfirska heimi
1 Lúðvík Kristjánsson: Íslenskir sjávarhættir, bls. 307. Sjá einnig Þórunn María
Örnólfsdóttir: Hið breiðfirska lag, bls. 38.
2 Sjá m.a. Ólafur Elímundarson: „Viðhorf til Snæfellsness- og Hnappadalssýslu,
landkosta, búskaparhátta og íbúa, 1750–1940“, bls. 43–44 og 49. Einnig koma fram slík
viðhorf í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá árunum 1752–1757, sem
átti þó ekki við tímabilið sem tekið var fyrir í rannsókninni. Sjá einnig Þórunn María
Örnólfsdóttir: Hið breiðfirska lag, bls. 4–5.
3 Bergsveinn Skúlason: „Vormenn,“ Breiðfirskar sagnir I, bls. 39 og Bergsveinn
Skúlason: Áratog, bls. 36. Sjá einnig Þórunn María Örnólfsdóttir: Hið breiðfirska lag,
bls. 19.
Hið breiðfirska lag
Þórunn María Örnólfsdóttir
Sjósókn kvenna við Breiðafjörð og breytingar á
sjósókn þeirra með vélvæðingu bátaflotans