Breiðfirðingur - 01.05.2015, Page 171
BREIÐFIRÐINGUR 171
40 fjár, haustbeit fyrir 60 til 80 lömb og vetrarganga fyrir 7 hross.“
Einnig var eitt dæmi um orðið bötunarbeit, og er það önnur orðmynd
um sama fyrirbæri. Dæmið er úr bók Sigurðar Sveinbjörnssonar frá
Bjarneyjum, sem nefnist Bjart er um Breiðafjörð, s. 88: „ … verið var
að sækja fé í Suðurlönd. Féð hafði verið þar í bötunarbeit um haustið.“
Til Sigurðar var vitnað í upphafi greinarinnar.
Bergsveinn Skúlason skrifar í bókinni Áratog, s. 89, m. a. um
hauststörf: „ … ær og geldfé er flutt í úteyjar til bötnunar. Hefur það lengi
tíðkazt, sbr. Sturlungu 1., bls. 76. Fé fitnar í flestum eyjum langt fram
á vetur, einkum gamlar ær. Bezt er beitin í hólmum og eyjum, þar sem
vex kál og annar safamikill gróður. Kálbeitin er bráðfitandi, en endist
illa. Eyjaánum er svo ekki slátrað fyrr en undir jól, og eru þá feitar sem
sauðir á kostarýrum landjörðum.“ Hér hefur verið lýst meginatriðum
málsins. Þessi siður hefur verið gamall, þótt eðlilega séu ekki miklar
heimildir. Þó sýnist einsýnt að uxinn sem Grettir Ásmundarson og þeir
fóstbræður, Þormóður Kolbrúnarskáld og Þorgeir Hávarsson, sóktu frá
Reykhólum og út í Ólafseyjar fyrir jól, og frá segir í 50. kafla Grettis
sögu, hafi verið þar í einhvers konar bötnunarbeit.
Loks verður hér getið um merkingu orðsins bötnunarbeit, sem ég gat
ekki fundið dæmi um í söfnum Orðabókarinnar og orðanotkuninni hér
með komið á framfæri. Þegar lán kemur til baka í verra ástandi en það
fór, var stundum sagt: „Þetta hefur nú ekki verið í neinni bötnunarbeit
hjá þér.“
Einar G. Pétursson, f. 25. júlí 1941 að Stóru-Tungu í
Dalas ýslu. Hann lauk cand. mag. prófi í íslenskum fræðum
frá Háskóla Íslands 1970 og doktorsprófi frá sama skóla
1998. Einar starfaði lengst af við Stofnun Árna Magnús-
sonar og er nú kominn á eftirlaun. Af ritstörfum sem tengj-
ast Breiðafirði má nefna, að hann gaf 2003 út Sýslu- og
sóknalýsingar Dalasýslu frá því miðja 19. öld. Hann hefur
skrifað fjölda greina í Breiðfirðing og var ritstjóri hans um
skeið.