Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 25
 25júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið hvort léttburarnir greindust fyrir fæðingu en af börnum íslenskra mæðra voru 50% greind fyrir fæðingu en aðeins 16,7% af börnum erlendra mæðra. Mikilvægt er að greina vaxtarskerðingu sem fyrst þar sem hún getur orsakað víð- tæk vandamál hjá fóstri og/eða nýfæddu barni (Kolbrún Pálsdóttir, o.fl., 2007). Öllum verðandi foreldrum á landinu stendur til boða ráðgjöf í tengslum við ómskoðun (Anna Björg Aradóttir, Arnar Hauksson, Guðlaug Torfadóttir, Hildur Harðardóttir, Jón Jóhannes Jónsson, María Hreinsdóttir, ed.). Hins vegar hefur sú ráðgjöf sem veitt er verðandi foreldrum í kjölfar ómskoðana lítt verið rannsökuð hérlendis. Víða er öllum verðandi foreldrum boðin fósturskimun og er slíkt boð fastur liður í meðgönguvernd í nokkrum löndum, þar á meðal á Íslandi. Það er mikilvægt að vel sé staðið að öllum þáttum fósturskimana og þeir sem hlut eiga að máli fái ávallt vandaðar upplýsingar um tilgang ómskoðana til að geta tekið upp- lýsta ákvörðun um hvort þiggja eigi þær skoðanir sem í boði eru. Jafnframt þarf að eiga sér stað umræða um hvað gera skuli ef grunur vaknar um þroskafrávik hjá fóstri í kjölfar skoðunar (Helga Gottfreðsdóttir, 2009; Hildur Kristjánsdóttir, 2001). AÐFERÐAFRÆÐI Eigindleg aðferð með fyrirbærafræðilegri nálgun er beitt í rannsókninni og notast er við Vancouver skóla aðferðina (Sigríður Halldórsdóttir, 2003). Alhæfingargildi eig- indlegra rannsókna er ekki fyrir hendi en þær gefa ákveðnar vísbendingar um reynslu þátttakenda og henta einnig til að auka skilning á því sem liggur að baki upplifunum fólks (Kvale 1996). Í þessu tilfelli er reynsla mæðranna á meðgöngu í tengslum við auka ómskoðun það sem þær eiga sameiginlegt. Allir átta viðmælendurnir sem valdir voru með tilgangsúrtaki höfðu upplifað að fara í ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við konurnar og þær beðnar að lýsa reynslu af því að vera boðin og fara í auka ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu fósturs. Jafnframt voru mæðurnar spurðar um þeirra fyrstu hugsanir og hvaða fræðslu og/eða upplýsingar þær fengu áður en þær komu í auka skoðunina, hvernig þeim leið meðan þær biðu eftir óm- skoðuninni og hvernig þeim leið í skoðun- inni sjálfri. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um upplifun kvenna af því vegna gruns um vaxtarskerðingu fósturs á meðgöngu. Rannsóknarspurningin var: Hver er upplifun mæðra í tengslum við auka óm- skoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu hjá fóstri á meðgöngu? Eigindleg aðferð, með fyrirbærafræðilegri nálgun er beitt í rann- sókninni og notast er við Vancouver skóla aðferðina (Sigríður Halldórsdóttir, 2003) og voru hálfstöðluð viðtöl tekin við átta konur um reynslu þeirra af því að fara í ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu FRÆÐILEG SAmANTEKT Samkvæmt klínískum leiðbeiningum fyrir konur í eðlilegri meðgöngu er mælt með því að mæla legbotnshæð frá 24. viku og fylgjast þannig óbeint með vexti fósturs. Þannig er skimað fyrir vaxtarfrávikum því vísbendingar um frávik s.s. vaxtarskerðingu og/eða sköpulagsgalla sem geta mögulega leitt til fötlunar gefa tilefni til frekari skoðana (Hildur Kristjánsdóttir, o.fl., 2008). Flestum fóstrum sem greinast með vaxtarfrávik vegnar ágætlega eftir fæðingu en þau eru viðkvæmari heldur en fóstur sem fylgja normalkúrfu í vexti. Vaxtarskert fóstur eru til dæmis viðkvæmari fyrir súr- efnisþurrð sem leitt getur til fötlunar (Kol- brún Pálsdóttir, Atli Dagbjartsson, Þórður Þorkelsson & Hildur Harðardóttir, 2007). Það er því afar brýnt að foreldrar viti hvað felst í vaxtarskerðingu og að slíkt sé greint eins fljótt og kostur er. Talið er að u.þ.b. 2500 skoðanir séu gerðar á ári á Fóstur- greiningardeild Landspítalanum í þeim til- gangi að meta vöxt fósturs. Ekki er hægt að sjá út frá þessum tölum hversu margar konur koma í skoðunina vegna gruns um vaxtarseinkun en hluti þessara skoðana er gerður vegna t.d. sykursýki móður, há- þrýstings og fleiri áhættuþátta. Jafnframt er öllum konum í tvíburameðgöngu boðið að koma í vaxtarmat frá 30 vikum. Það er þó hægt að segja að töluverðum hópi kvenna er boðin ómskoðun til að fylgjast með vexti fósturs (María Hreinsdóttir, munnleg heimild, febrúar 2011). Í rann- sókn Birnu Málmfríðar Guðmundsdóttur (2008) sem skoðaði algengi ógreindra létt- bura á Landspítala á árunum 2005 og 2006, kemur fram að á þessum tveimur árum voru 111 börn eða 1,9% fullburða barna skil- greind sem léttburar við fæðingu. Af þeim 92 tilvikum sem rannsakandi skoðaði voru einungis 45,7% greindir fyrir fæðingu. Þjóð- erni móður hafði marktækt forspárgildi fyrir INNGANGUR Hér á landi stendur meðgönguvernd öllum verðandi mæðrum til boða með það að markmiði að stuðla að heilbrigði móður og barns, veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu, veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf, greina áhættuþætti og bregðast við þeim (Reglugerð fyrir heilsugæslustöðvar nr. 787/2007). Til að meta vöxt fósturs frá 25. viku meðgöngu er legbotnshæð mæld og hún þannig notuð sem kembirannsókn á vaxtarseinkun en stuðst er við íslenskt legvaxtarrit frá árinu 1988 (Þóra Steingríms- dóttir, 1991). Ef legbotnshæð helst óbreytt tvær mælingar í röð og fóstrið virðist lítið við þreifingu á legi er konum boðið að fara í vaxtarómskoðun (Hrafnhildur Margrét Bridde & Harpa Ósk Valgeirsdóttir, 2008). Í einhverjum tilfellum gefa legbotnsmæl- ingar tilefni til frekari rannsókna sem geta staðfest eða bent til að líkur séu á að ófætt barn sé vaxtarskert og/eða fatlað. Með- fædda galla er að finna hjá allt að 2-3% nýfæddra barna en búast má við að í óm- skoðun við 18-20 vikna meðgöngu, greinist fósturgalli hjá 1% fóstra (Kristín Rut Har- aldsdóttir, 2001). Vísbendingar eru um að nokkuð stór hópur kvenna fari í ómskoðun til að meta vöxt fósturs á meðgöngu, fyrir utan hinar hefðbundnu ómskoðanir. Engar nákvæmar tölur eru til yfir fjölda kvenna sem fara í ómskoðun vegna gruns um vaxt- arskerðingu á meðgöngu. Brýnt er að huga að líðan mæðra á með- göngu en í rannsóknum hefur komið fram að konur hafa gjarnan áhyggjur af heilbrigði fóstursins (Sigfríður Inga Karlsdóttir, Arna Rut Gunnarsdóttir, Eva Dögg Ólafsdóttir, Linda Björk Snorradóttir & Ragnheiður Birna Guðnadóttir, 2008, Marga Thome & Stefanía B. Arnardóttir, 2009). Íslenskar rannsóknir benda til að konum finnist sjálfsagt að þiggja boð um meðgönguvernd, þær leggja áherslu á líkamlegt eftirlit og staðfestingu á heilbrigði barnsins (Helga Gottfreðsdóttir, 2001; Hildur Kristjánsdóttir, 2009). Lítið hef- ur þó verið skrifað um reynslu mæðra af því að fara í ómskoðun vegna gruns um vaxtar- skerðingu fósturs á meðgöngu. Áhugavert er að skoða hvernig meðgönguverndin tekur á þessum viðfangsefnum og hvaða skilaboð og stuðning konur fá þegar grunur vaknar um vaxtarskerðingu á meðgöngu. Tilgangur þeirrar rannsóknar sem kynnt er í þessari grein, var að afla upplýsinga um upplifun kvenna af því að fara í ómskoðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.